Þungbær reynsla og rándýr! Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun