Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Helgi Vífill Júlíusson skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri New Yorker á Norðurlöndum. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson „Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
„Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira