Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Helgi Vífill Júlíusson skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri New Yorker á Norðurlöndum. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson „Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Sjá meira
„Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Sjá meira