Gunnar er níundi gestur Einkalífisins en í þáttunum er rætt við einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sínu sviði. Gunnar er í sambandi með Fransiska Björk Hinriksdóttur og segist vera mjög hamingjusamur maður í dag.
„Það getur örugglega verið erfitt að vera í sambandi með mér en hún stendur sig eins og hetja,“ segir Gunnar léttur.
Finn hvað hún er góð fyrir mig
„Lífið mitt er svolítið öðruvísi en hjá mörgum, annar hraði og ekki 8-4. Við smullum bara mjög vel saman og hún er algjörlega stelpan fyrir mig. Ég áttaði mig á því mjög snemma þegar við fórum að vera saman, hvað þetta passaði vel. Ég veit ekki hversu góður ég er fyrir hana en ég finn það bara hvað hún er góð fyrir mig,“ segir Gunnar og heldur áfram.
Í þættinum ræðir Gunnar Nelson einnig um son sinn Stíg Tý og föðurhlutverkið, hættuna sem fylgir því að vera í MMA, um tölvuleikjaáhugann, um skaðsemina af þeim mikla niðurskurði sem bardagamenn fara í fyrir bardaga, um djammið, vináttu hans við Conor McGregor og Nandos-fíknina.
Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni en hann kemur vikulega á Vísi á fimmtudögum.