Á þjóðin að hafa eitthvað um það að segja þegar náttúruperlur eru seldar erlendum fjárfestum? Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar