Stríð og friður í Evrópu frá fyrri hluta 17. aldar Ingimundur Gíslason skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun