Kerfisvilla Hörður Ægisson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar