Þessi eru líklegust til þess að taka við Hjörvar Ólafsson skrifar 23. nóvember 2018 11:30 Ágúst Björgvinsson er á meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina í starfið. vísir/bára Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira