Þessi eru líklegust til þess að taka við Hjörvar Ólafsson skrifar 23. nóvember 2018 11:30 Ágúst Björgvinsson er á meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina í starfið. vísir/bára Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti