Tíu skákum lokið og enn er staðan jöfn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:30 Carlsen og Caruana í níundu einvígisskákinni. Takið eftir plástrinum á hægri augabrún heimsmeistarans en hann kom til eftir skallaeinvígi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SKÁK Stærstan hluta nóvembermánaðar hafa augu skákheimsins einblínt á London. Þar fer fram heimsmeistaraeinvígi sitjandi heimsmeistara, Norðmannsins Magnusar Carlsen, og Bandaríkjamannsins Fabiano Caruana. Carlsen varð heimsmeistari árið 2013 er hann lagði Indverjann Viswanathan Anand í einvígi. Hann varði titilinn gegn Anand ári síðar og aftur fyrir tveimur árum er hann hafði betur gegn Sergei Karjakin í bráðabana. Frá því í desember 2009 hefur Carlsen, sem þá var nítján ára, verið efstur á ELO-stigalista FIDE og aðeins í stutta stund hefur nokkur komist yfir hann á listanum. Að undanförnu hefur þó fyrrnefndur Caruana andað ofan í hálsmál heimsmeistarans. Fyrir fyrstu einvígisskákina munaði aðeins þremur ELO-stigum á keppinautunum og var ítalskættaði Kaninn hársbreidd frá því að taka toppsætið af Norðmanninum í Evrópukeppni skákfélaga áður en einvígið hófst.Meiddur við borðið Skiljanlega er heimsmeistarinn Carlsen sá virki skákmaður sem er hvað þekktastur af þeim sem ekki fylgjast náið með skák. Það má ekki aðeins rekja til afreka hans við skákborðið heldur einnig til annarra starfa hans. Meðal annars hefur hann setið fyrir í auglýsingaherferð G-Star en hitt andlit auglýsingaherferðarinnar var leikkonan Liv Tyler sem margir kannast við í hlutverki Arwen í Hringadróttinssögu. Þó að skák sé íþrótt hugans krefst það mikils þols að ná að halda einbeitingu svo klukkustundum skipti. Fyrsta einvígisskákin nú var til að mynda 115 leikir, þriðja lengsta skákin í sögu heimsmeistaraeinvígja, og stóð yfir í um sjö klukkustundir. Til að tryggja hámarkseinbeitingu hleypur Carlsen löngum stundum og stundar tennis og knattspyrnu af miklum móð. Heimsmeistarinn bar skýr merki knattspyrnuiðkunar í níundu einvígisskákinni. Fyrirkomulag einvígisins er með þeim hætti að teflt er tvo daga í röð, ein skák hvorn dag, en síðan er frídagur. Undantekning er milli síðustu tveggja skákanna en milli þeirra er auka frídagur. Frídagarnir fara bæði í andlegan og líkamlegan undirbúning og nýtti Carlsen fríið meðal annars til að spila knattspyrnu. Í leiknum fór hann í skallaeinvígi þar sem hann og annar leikmaður skullu saman. Mætti hann því með myndarlegt glóðarauga og plástraður til leiks eftir það. Spekúlantar hafa bent á hve kjánalegt það hefði orðið hefðu meiðslin orðið alvarlegri og þau haft áhrif á einvígið. Hollenski stórmeistarinn Anish Giri gantaðist meðal annars með hvort Carlsen þyrfti ekki nýja aðstoðarmenn fyrst þeir stefna einvíginu í hættu með slíku kappi.Hipphopp og jóga Áskorandinn Caruana er yngri en Carlsen. Caruana fæddist í Miami en fluttist ungur til Brooklyn. Foreldrar hans eru af ítölskum ættum og tefldi hann fyrir hönd Ítalíu þar til 2015. Hann var nálægt því að vinna sér inn rétt til að skora Carlsen á hólm árið 2016 en laut í gras gegn Karjakin í síðustu skák áskorendamótsins. Bandaríkjamaður hefur ekki keppt um heimsmeistarakrúnuna síðan 1972 er Boris Spassky og Bobby Fischer öttu kappi í Reykjavík. Skiljanlega er nafn Caruana því oft nefnt í sömu andrá og Fischer þar vestra. „Sá skákmaður sem hefur alltaf veitt mér mestan innblástur er Bobby Fischer. Í sögulegu samhengi er frábært að vera borinn saman við Fischer en hvað varðar persónuleika og skákstíl erum við mjög ólíkir,“ segir Caruana. Líkt og Carlsen veit Caruana að líkamlega og andlega hliðin þarf að vera í toppstandi svo honum farnist vel við skákborðið. Bandaríkjamaðurinn þykir góður sundmaður og hefur einnig leikið skvass. Þá hugleiðir hann, stundar jóga og að endingu má nefna að Kendrick Lamar og Killah Priest hafa hjálpað honum við undirbúninginn.Lekinn mikli Einvígið nú er langt á veg komið. Fyrstu níu skákum þess er lokið og hefur þeim öllum lyktað með því að kapparnir hafa sæst á skiptan hlut. Er það lengsta jafnteflishrina sögunnar í upphafi heimsmeistaraeinvígis. Báðir keppendur hafa leyft aðdáendum að fylgjast með undirbúningi sínum að einhverju leyti. Á fyrsta frídegi sendu þeir báðir frá sér myndbönd úr herbúðum sínum. Undirbúningur Norðmannsins samanstóð af stúderingum og knattspyrnu að sjálfsögðu. Þar var þó passað að uppljóstra ekki hvað heimsmeistarinn var að skoða. Í herbúðum Caruana og aðstoðarmanna hans voru hins vegar þau mistök gerð að myndbandið sýndi tölvuskjá sem listaði upp hluta þeirra byrjana sem Caruana var að kanna sérstaklega. Myndbandið var fjarlægt snögglega. Deilt var um það hvort lekinn hefði verið aulaleg mistök eða til þess fallinn að afvegaleiða heimsmeistarann með því að láta hann verja dýrmætum tíma í að skoða afbrigði sem aldrei stóð til að tefla. Á blaðamannafundi eftir þriðju skákina svaraði Carlsen því þó að hann hefði ekki séð myndbandið. Tíunda skákin fór fram í gær og lauk henni með jafntefli eftir fjöruga skák í Sveshnikov-afbrigðinu. Caruana fékk sénsa í tvísýnni stöðu en nýtti þá ekki. Næst verður teflt á morgun. John Carew lýsir skákinni í beinni hjá norska ríkissjónvarpinu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
SKÁK Stærstan hluta nóvembermánaðar hafa augu skákheimsins einblínt á London. Þar fer fram heimsmeistaraeinvígi sitjandi heimsmeistara, Norðmannsins Magnusar Carlsen, og Bandaríkjamannsins Fabiano Caruana. Carlsen varð heimsmeistari árið 2013 er hann lagði Indverjann Viswanathan Anand í einvígi. Hann varði titilinn gegn Anand ári síðar og aftur fyrir tveimur árum er hann hafði betur gegn Sergei Karjakin í bráðabana. Frá því í desember 2009 hefur Carlsen, sem þá var nítján ára, verið efstur á ELO-stigalista FIDE og aðeins í stutta stund hefur nokkur komist yfir hann á listanum. Að undanförnu hefur þó fyrrnefndur Caruana andað ofan í hálsmál heimsmeistarans. Fyrir fyrstu einvígisskákina munaði aðeins þremur ELO-stigum á keppinautunum og var ítalskættaði Kaninn hársbreidd frá því að taka toppsætið af Norðmanninum í Evrópukeppni skákfélaga áður en einvígið hófst.Meiddur við borðið Skiljanlega er heimsmeistarinn Carlsen sá virki skákmaður sem er hvað þekktastur af þeim sem ekki fylgjast náið með skák. Það má ekki aðeins rekja til afreka hans við skákborðið heldur einnig til annarra starfa hans. Meðal annars hefur hann setið fyrir í auglýsingaherferð G-Star en hitt andlit auglýsingaherferðarinnar var leikkonan Liv Tyler sem margir kannast við í hlutverki Arwen í Hringadróttinssögu. Þó að skák sé íþrótt hugans krefst það mikils þols að ná að halda einbeitingu svo klukkustundum skipti. Fyrsta einvígisskákin nú var til að mynda 115 leikir, þriðja lengsta skákin í sögu heimsmeistaraeinvígja, og stóð yfir í um sjö klukkustundir. Til að tryggja hámarkseinbeitingu hleypur Carlsen löngum stundum og stundar tennis og knattspyrnu af miklum móð. Heimsmeistarinn bar skýr merki knattspyrnuiðkunar í níundu einvígisskákinni. Fyrirkomulag einvígisins er með þeim hætti að teflt er tvo daga í röð, ein skák hvorn dag, en síðan er frídagur. Undantekning er milli síðustu tveggja skákanna en milli þeirra er auka frídagur. Frídagarnir fara bæði í andlegan og líkamlegan undirbúning og nýtti Carlsen fríið meðal annars til að spila knattspyrnu. Í leiknum fór hann í skallaeinvígi þar sem hann og annar leikmaður skullu saman. Mætti hann því með myndarlegt glóðarauga og plástraður til leiks eftir það. Spekúlantar hafa bent á hve kjánalegt það hefði orðið hefðu meiðslin orðið alvarlegri og þau haft áhrif á einvígið. Hollenski stórmeistarinn Anish Giri gantaðist meðal annars með hvort Carlsen þyrfti ekki nýja aðstoðarmenn fyrst þeir stefna einvíginu í hættu með slíku kappi.Hipphopp og jóga Áskorandinn Caruana er yngri en Carlsen. Caruana fæddist í Miami en fluttist ungur til Brooklyn. Foreldrar hans eru af ítölskum ættum og tefldi hann fyrir hönd Ítalíu þar til 2015. Hann var nálægt því að vinna sér inn rétt til að skora Carlsen á hólm árið 2016 en laut í gras gegn Karjakin í síðustu skák áskorendamótsins. Bandaríkjamaður hefur ekki keppt um heimsmeistarakrúnuna síðan 1972 er Boris Spassky og Bobby Fischer öttu kappi í Reykjavík. Skiljanlega er nafn Caruana því oft nefnt í sömu andrá og Fischer þar vestra. „Sá skákmaður sem hefur alltaf veitt mér mestan innblástur er Bobby Fischer. Í sögulegu samhengi er frábært að vera borinn saman við Fischer en hvað varðar persónuleika og skákstíl erum við mjög ólíkir,“ segir Caruana. Líkt og Carlsen veit Caruana að líkamlega og andlega hliðin þarf að vera í toppstandi svo honum farnist vel við skákborðið. Bandaríkjamaðurinn þykir góður sundmaður og hefur einnig leikið skvass. Þá hugleiðir hann, stundar jóga og að endingu má nefna að Kendrick Lamar og Killah Priest hafa hjálpað honum við undirbúninginn.Lekinn mikli Einvígið nú er langt á veg komið. Fyrstu níu skákum þess er lokið og hefur þeim öllum lyktað með því að kapparnir hafa sæst á skiptan hlut. Er það lengsta jafnteflishrina sögunnar í upphafi heimsmeistaraeinvígis. Báðir keppendur hafa leyft aðdáendum að fylgjast með undirbúningi sínum að einhverju leyti. Á fyrsta frídegi sendu þeir báðir frá sér myndbönd úr herbúðum sínum. Undirbúningur Norðmannsins samanstóð af stúderingum og knattspyrnu að sjálfsögðu. Þar var þó passað að uppljóstra ekki hvað heimsmeistarinn var að skoða. Í herbúðum Caruana og aðstoðarmanna hans voru hins vegar þau mistök gerð að myndbandið sýndi tölvuskjá sem listaði upp hluta þeirra byrjana sem Caruana var að kanna sérstaklega. Myndbandið var fjarlægt snögglega. Deilt var um það hvort lekinn hefði verið aulaleg mistök eða til þess fallinn að afvegaleiða heimsmeistarann með því að láta hann verja dýrmætum tíma í að skoða afbrigði sem aldrei stóð til að tefla. Á blaðamannafundi eftir þriðju skákina svaraði Carlsen því þó að hann hefði ekki séð myndbandið. Tíunda skákin fór fram í gær og lauk henni með jafntefli eftir fjöruga skák í Sveshnikov-afbrigðinu. Caruana fékk sénsa í tvísýnni stöðu en nýtti þá ekki. Næst verður teflt á morgun. John Carew lýsir skákinni í beinni hjá norska ríkissjónvarpinu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira