Krefjast þess að bærinn kaupi Oddfellowblett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2018 06:15 Hestafólkið og hjónin Konráð Adolphsson og Edda Gunnarsdóttir fengu ekki að byggja íbúðarhús og hesthús á Oddfellowblettnum. Fréttablaðið/Stefán Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira