Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2018 13:34 Orkuveita Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. Þetta kemur fram í yfirlýsingu STOR, starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur og trúnaðarmanna starfsmanna aem send hefur verið á borgarfulltrúa og fjölmiðla. „Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan trausti gagnvart fyrirtækinu og þar með því fólki sem þar starfar,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vann skýrslu um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá OR í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Ekki rotinn vinnustaður Í yfirlýsingu STOR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. „Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meginniðurstöðu þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir og unnin var af sérfræðingum, sem við sem hjá fyrirtækinu störfum höfðum ekkert með að gera hver vann. Við minnum á að í landinu gilda lög um persónuvernd og að starfsfólk sem tjáði sig við gagnaöflun gerði það í trúnaði. Við óskum þess að þið séuð heil í því sem þið tjáið ykkur um og segið satt og rétt frá en dragið ekki upp myndir sem ekki eru til en við höfum á tilfinningunni að þið vilduð frekar mála. Nú er mál að linni. Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynna ykkur málin þá kannski rennur upp fyrir ykkur ljós að hérna vinnur venjulegt fólk, heiðarlegt fólk og að fyrirtækið er rekið af starfsfólki sem hér vinnur, ekki af stjórnmálamönnum,“ segir í yfirlýsingunni. Persónuvernd Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00 Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. Þetta kemur fram í yfirlýsingu STOR, starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur og trúnaðarmanna starfsmanna aem send hefur verið á borgarfulltrúa og fjölmiðla. „Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan trausti gagnvart fyrirtækinu og þar með því fólki sem þar starfar,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vann skýrslu um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá OR í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Ekki rotinn vinnustaður Í yfirlýsingu STOR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. „Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meginniðurstöðu þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir og unnin var af sérfræðingum, sem við sem hjá fyrirtækinu störfum höfðum ekkert með að gera hver vann. Við minnum á að í landinu gilda lög um persónuvernd og að starfsfólk sem tjáði sig við gagnaöflun gerði það í trúnaði. Við óskum þess að þið séuð heil í því sem þið tjáið ykkur um og segið satt og rétt frá en dragið ekki upp myndir sem ekki eru til en við höfum á tilfinningunni að þið vilduð frekar mála. Nú er mál að linni. Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynna ykkur málin þá kannski rennur upp fyrir ykkur ljós að hérna vinnur venjulegt fólk, heiðarlegt fólk og að fyrirtækið er rekið af starfsfólki sem hér vinnur, ekki af stjórnmálamönnum,“ segir í yfirlýsingunni.
Persónuvernd Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00 Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00
Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30