Orkupakki, samgöngur og kannabis í Víglínunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira