Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 18:30 Á næstunni lokar pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis en með því verður endir bundinn á 150 ára sögu póstþjónustu á staðnum. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15