Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 18:30 Á næstunni lokar pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis en með því verður endir bundinn á 150 ára sögu póstþjónustu á staðnum. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15