Erlent

Limur í stað Trumps forseta

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. NGAN / AFP
Wikipedia-síðunni fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var breytt í gær og aðalmyndinni af forsetanum skipt út fyrir mynd af getnaðarlim. Breytingin var ekki lengi í loftinu og síðan færð fljótlega aftur í upprunalegt horf. Þar sem getnaðarlimurinn var einungis staðgengill forseta í stutta stund urðu fæstir gestir síðunnar varir við breytinguna.

Eigendur iPhone-síma tóku öllu betur eftir breytingunni. The Verge greindi frá því að vel eftir að skipt var aftur um mynd hefði téður reður birst þegar stafræni aðstoðarmaðurinn Siri var spurður út í forsetann. Siri nýtir Wikipedia til að svara spurningum og því fylgdi myndin með.

Viðbrögð bæði Apple og Wikipedia voru þó snögg, myndin var fjarlægð og svörum hins stafræna aðstoðarmanns breytt. Þá setti Wikipedia spellvirkjana í ævilangt bann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×