Veltir því fyrir sér hvort útganga úr EES verði okkar Brexit Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2018 13:58 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45