Halda áfram limgervingu Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Aðferðir typpamyndaprakkaranna verða sífellt fágaðri. AP/Alex Brandon Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira