Bjarni um rauða spjaldið: „Ég skil ekki hvað hann var að spá“ Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2018 22:26 Bjarni messar yfir sínum mönnum. vísir/ernir „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“ Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira