Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 09:21 Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. VÍSIR/GETTY Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út. Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út.
Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira