Hvar vilja konur vinna? Edda Hermannsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 12:06 Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar