Ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála frestað hjá KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2018 14:43 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Vísir/Vilhelm Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að fresta ráðningu í stöðu yfirmanns knattspyrnumála sem auglýst var í síðasta mánuði. Umsóknarfrestur rann út þann 15. nóvember. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sambandsins þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Í yfirlýsingunni segir að athugasemdir hafi borist stjórn KSÍ um að „slík stefnumarkandi ákvörðun gæti beðið umfjöllunar ársþings og nýrrar fjárhagsáætlunar“. Guðni gerði ráðningu yfirmanns knattspyrnumála að kosningamáli hjá sér þegar kosið var til formennsku í KSÍ fyrir tæpum tveimur árum.Sjá einnig:Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ „Þetta hefur verið lengi á döfunni og sjálfsagt að taka frekari umræðu um þetta,“ sagði Guðni sem þarf að endurnýja umboð sitt á næsta ársþingi. Engar fregnir hafa borist um möguleg mótframboð. Aðspurður segist hann ekki viss um að það sé óeining meðal aðildarfélaga KSÍ um ráðningu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. „Þetta er stór hreyfing. Ég vil meina að meirihluti forsvarsmanna félaganna sé sammála því að þetta geti styrkt okkar faglega starf. Það má ekki gleyma því að félög sem eiga lið í efstu tveimur deildunum þurfa samkvæmt leyfiskerfi okkar að vera með yfirþjálfara. Þetta er ekki ósvipað því starfi, nema á vettvangi KSÍ. Rökin fyrir því að ráðið sé í þessa stöðu séu því bæði veigamikil og nokkuð ljós,“ sagði Guðni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í þessum málum tæpum 600 dögum síðar. 2. október 2018 09:00 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ loksins auglýst KSÍ hefur opnað fyrir umsóknir vegna starfs yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Eftir því hefur verið beðið í talsverðan tíma. 25. október 2018 14:52 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að fresta ráðningu í stöðu yfirmanns knattspyrnumála sem auglýst var í síðasta mánuði. Umsóknarfrestur rann út þann 15. nóvember. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sambandsins þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Í yfirlýsingunni segir að athugasemdir hafi borist stjórn KSÍ um að „slík stefnumarkandi ákvörðun gæti beðið umfjöllunar ársþings og nýrrar fjárhagsáætlunar“. Guðni gerði ráðningu yfirmanns knattspyrnumála að kosningamáli hjá sér þegar kosið var til formennsku í KSÍ fyrir tæpum tveimur árum.Sjá einnig:Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ „Þetta hefur verið lengi á döfunni og sjálfsagt að taka frekari umræðu um þetta,“ sagði Guðni sem þarf að endurnýja umboð sitt á næsta ársþingi. Engar fregnir hafa borist um möguleg mótframboð. Aðspurður segist hann ekki viss um að það sé óeining meðal aðildarfélaga KSÍ um ráðningu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. „Þetta er stór hreyfing. Ég vil meina að meirihluti forsvarsmanna félaganna sé sammála því að þetta geti styrkt okkar faglega starf. Það má ekki gleyma því að félög sem eiga lið í efstu tveimur deildunum þurfa samkvæmt leyfiskerfi okkar að vera með yfirþjálfara. Þetta er ekki ósvipað því starfi, nema á vettvangi KSÍ. Rökin fyrir því að ráðið sé í þessa stöðu séu því bæði veigamikil og nokkuð ljós,“ sagði Guðni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í þessum málum tæpum 600 dögum síðar. 2. október 2018 09:00 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ loksins auglýst KSÍ hefur opnað fyrir umsóknir vegna starfs yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Eftir því hefur verið beðið í talsverðan tíma. 25. október 2018 14:52 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í þessum málum tæpum 600 dögum síðar. 2. október 2018 09:00
Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ loksins auglýst KSÍ hefur opnað fyrir umsóknir vegna starfs yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Eftir því hefur verið beðið í talsverðan tíma. 25. október 2018 14:52