Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 15:39 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00