Kristinn: Það er heitt undir okkur öllum Þór Símon skrifar 26. nóvember 2018 21:30 Mikil barátta í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm „Andinn er ekki góður. Fjórði tapleikurinn í röð þar sem við eigum ekki sjens gegn Haukum í seinni hálfleik. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Kristinn Guðmundsson, einn af tveimur þjálfurum ÍBV, eftir fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð gegn Haukum í kvöld, 32-26. En hvað er eiginlega að valda því að ríkjandi Íslandsmeistarar séu að spila jafn illa og raun ber vitni? „Það getur verið svo margt. Við reynum að horfa til sóknar og varnarleiks og finna lausnir en svo er spurningin hvað veldur að við klikkum á öllum þessum færum þar sem hann ver eins og þýskur atvinnumaður. Það hljóta því að vera skotin okkar sem eru að klikka,“ sagði Kristinn en Grétar var með í kringum 50% markvörslu og Andri Sigmarsson Scheving varði 5 af 7 vítum Eyjamanna. ÍBV er núna í 10. sæti Olís deildarinnar með jafnmörg stig og Grótta sem er í fallsæti og á í þokkabót leik til góða. Í ljósi þess er tímabært að segja að krísa sé í Vestmanneyjum? „Það má kalla þetta hvað sem er en við erum ekki ánægðir með stöðuna. Við þurfum samt að átta okkur á að svona er staðan á okkur núna. Við erum þar sem við erum og þurfum að hafa fyrir öllu,“ sagði Kristinn og hélt áfram. „Það þýðir því ekkert fyrir okkur að vera hátt uppi með hvar við eigum að vera. Við erum þar sem við erum og þurfum að vinna okkur úr því,“ sagði Kristinn sem gefur lítið fyrir að sætið undir honum og Erlingi Richardssyni sé að hitna og segir að allir í liðinu, þjálfarar og liðsmenn þurfi að lýta í eigin barm. „Það er heitt undir okkur öllum því við viljum meira. Það er miklu meira atriði að við setjum á okkur meiri kröfur. Við eigum að bjóða okkur sjálfum og okkar fólki upp á betri handbolta en þetta.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 32-26 | Haukar á toppinn en Eyjamenn við botninn Eyjamenn eru í ruglinu en Haukarnir í góðum málum. 26. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Andinn er ekki góður. Fjórði tapleikurinn í röð þar sem við eigum ekki sjens gegn Haukum í seinni hálfleik. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Kristinn Guðmundsson, einn af tveimur þjálfurum ÍBV, eftir fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð gegn Haukum í kvöld, 32-26. En hvað er eiginlega að valda því að ríkjandi Íslandsmeistarar séu að spila jafn illa og raun ber vitni? „Það getur verið svo margt. Við reynum að horfa til sóknar og varnarleiks og finna lausnir en svo er spurningin hvað veldur að við klikkum á öllum þessum færum þar sem hann ver eins og þýskur atvinnumaður. Það hljóta því að vera skotin okkar sem eru að klikka,“ sagði Kristinn en Grétar var með í kringum 50% markvörslu og Andri Sigmarsson Scheving varði 5 af 7 vítum Eyjamanna. ÍBV er núna í 10. sæti Olís deildarinnar með jafnmörg stig og Grótta sem er í fallsæti og á í þokkabót leik til góða. Í ljósi þess er tímabært að segja að krísa sé í Vestmanneyjum? „Það má kalla þetta hvað sem er en við erum ekki ánægðir með stöðuna. Við þurfum samt að átta okkur á að svona er staðan á okkur núna. Við erum þar sem við erum og þurfum að hafa fyrir öllu,“ sagði Kristinn og hélt áfram. „Það þýðir því ekkert fyrir okkur að vera hátt uppi með hvar við eigum að vera. Við erum þar sem við erum og þurfum að vinna okkur úr því,“ sagði Kristinn sem gefur lítið fyrir að sætið undir honum og Erlingi Richardssyni sé að hitna og segir að allir í liðinu, þjálfarar og liðsmenn þurfi að lýta í eigin barm. „Það er heitt undir okkur öllum því við viljum meira. Það er miklu meira atriði að við setjum á okkur meiri kröfur. Við eigum að bjóða okkur sjálfum og okkar fólki upp á betri handbolta en þetta.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 32-26 | Haukar á toppinn en Eyjamenn við botninn Eyjamenn eru í ruglinu en Haukarnir í góðum málum. 26. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 32-26 | Haukar á toppinn en Eyjamenn við botninn Eyjamenn eru í ruglinu en Haukarnir í góðum málum. 26. nóvember 2018 22:15