Erlent

Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN

Andri Eysteinsson skrifar
Donald Trump er vissulega virkur á samfélagsmiðlinum Twitter.
Donald Trump er vissulega virkur á samfélagsmiðlinum Twitter. EPA/ Shawn Thew
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur lengi verið gagnrýninn á sjónvarpsstöðina CNN. Umfjöllunarefni hennar og starfsfólk hafa ekki verið forsetanum að skapi.

Stutt er síðan Trump gagnrýndi fréttamanninn Jim Acosta og sagði hann að CNN ætti að skammast sín fyrir að hafa Acosta sem starfsmann.

Bandaríkin hreinni en nokkru sinni fyrr

Trump hefur einnig verið duglegur að láta skoðanir sínar á hinum ýmsu málefnum flakka á samfélagsmiðlinum Twitter.

Í dag gagnrýndi hann sjónvarpstöðina á Twitter og sagði að þrátt fyrir að illa gengi hjá stöðinni í Bandaríkjunum væri hún öflug út á við. Trump sagði CNN rægja Bandaríkin fyrir heimsbyggðinni á ósanngjarnan og ósannan máta.

Trump sagði að eitthvað þyrfti að gera í þessum vanda og hvatti til þess að stofnuð yrði sjónvarpsstöð sem myndi sýna heimsbyggðinni hversu frábær Bandaríkin séu.

Forsetinn hefur úthúðað stöðinni á ýmsum miðlum og mun mögulega gera það á sinni eigin ríkisreknu sjónvarpsstöð verði þessar hugmyndir forsetans að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×