Skortur á eftirliti með eineltismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 23:25 Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32
Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45