Golden State aftur á sigurbraut en 54 stig James Harden dugðu ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant skorar tvö af 49 stigum sínum í nótt. Vísir/Getty Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125) NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125)
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn