H&M leggur Cheap Monday niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 10:24 Cheap Monday hefur sérhæft sig í hvers kyns fötum úr gallaefni. H&M H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni. H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni.
H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47
Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30