Skúli lagði 770 milljónir til WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 13:35 Bréfaskrif Skúla Mogensen hafa verið fréttamatur í vikunni. vísir/getty Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55
Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37