WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2018 15:21 Skúli Mogensen þakkar stuðninginn. vísir/getty Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá WOW air. Þar segir jafnframt að bréfin verði gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í kjölfarið skráð til viðskipta í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Þátttakendur voru bæði innlendir og erlendir fjárfestar. „Við þökkum fyrir þann mikla stuðning sem félagið hefur fengið í gegnum þetta ferli sem og öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Niðurstaðan er okkur hjá WOW air mikil hvatning til að halda áfram okkar góða starfi og efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent.Sjá einnig: Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Greint var frá því á föstudag að félagið hefði náði að tryggja sér hið minnsta 50 milljónir evra, eða sem nemur 6,4 milljörðum króna, í útboðinu. Fjármögnun WOW hafi því verið tryggð fyrir helgi, en lagt var upp með það að safna að lágmarki 50 milljónum evra þegar ráðist var í útboðið fyrir um mánuði. Heimildir herma að bandarískur fjárfestingarsjóður hafi skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu. Þá hafi norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities, sem annaðist skuldabréfaútboðið fyrir WOW, tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Skuldabréfaútgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan næstu 18 mánaða. Þá hyggst flugfélagið sækja sér nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið skráð á markað en í dag er Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, eini hluthafi félagsins. Skúli sagði í samtali við fjölmiðla um helgina að stefnan væri sett á WOW myndi sækja sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboðinu.Fréttin verður uppfærð Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. 17. september 2018 11:22 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá WOW air. Þar segir jafnframt að bréfin verði gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í kjölfarið skráð til viðskipta í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Þátttakendur voru bæði innlendir og erlendir fjárfestar. „Við þökkum fyrir þann mikla stuðning sem félagið hefur fengið í gegnum þetta ferli sem og öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Niðurstaðan er okkur hjá WOW air mikil hvatning til að halda áfram okkar góða starfi og efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent.Sjá einnig: Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Greint var frá því á föstudag að félagið hefði náði að tryggja sér hið minnsta 50 milljónir evra, eða sem nemur 6,4 milljörðum króna, í útboðinu. Fjármögnun WOW hafi því verið tryggð fyrir helgi, en lagt var upp með það að safna að lágmarki 50 milljónum evra þegar ráðist var í útboðið fyrir um mánuði. Heimildir herma að bandarískur fjárfestingarsjóður hafi skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu. Þá hafi norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities, sem annaðist skuldabréfaútboðið fyrir WOW, tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Skuldabréfaútgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan næstu 18 mánaða. Þá hyggst flugfélagið sækja sér nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið skráð á markað en í dag er Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, eini hluthafi félagsins. Skúli sagði í samtali við fjölmiðla um helgina að stefnan væri sett á WOW myndi sækja sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboðinu.Fréttin verður uppfærð
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. 17. september 2018 11:22 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. 17. september 2018 11:22
Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30