Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu.
Auka hluthafafundur Icelandair fer fram á föstudag þar sem stendur til að staðfesta kaup félagsins á öllu hlutafé WOW air. Ákveðnar forsendur voru settar fyrir kaupunum, meðal annars að Samkeppniseftirlitið gerði ekki athugasemdir við þau.
Í bréfi sem Skúli Mogensen forstjóri WOW Air sendi eigendum skuldabréfa í félaginu í dag segir hann orðrétt: „Að framansögðu hefur verið unnið ákveðið að því að afla aukins fjármagns í rekstur félagsins og hefur fjöldi aðila sýnt áhuga á að koma að því, þeirra á meðal Icelandair eins og greint hefur verið frá opinberlega.“
Þessi yfirlýsing forstjórans er áhugaverð í ljósi þess að hún er sett fram áður en hluthafafundur Icelandair hefur formlega staðfest yfirtökuna á WOW og má skilja þannig að óvíst sé hvort af henni verði.
WOW air tilkynnti síðdegis að fækkað verði um fjórar flugvélar í flota félagsins.
Óvissa um kaup Icelandair á WOW air
Sighvatur Jónsson skrifar
Mest lesið

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent


Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent
