Gagnagnótt Gunnar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun