Gagnagnótt Gunnar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun