Innlent

Fara fram á farbann vegna ræktunar kannabisplantna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að því er segir í tilkynningu lögreglunnar vann maðurinn að ræktun kannabisplantna á bænum en um er að ræða á fjórða tug fullvaxinna plantna og töluverðs magns af græðlingum.
Að því er segir í tilkynningu lögreglunnar vann maðurinn að ræktun kannabisplantna á bænum en um er að ræða á fjórða tug fullvaxinna plantna og töluverðs magns af græðlingum. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurlandi hefur gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands þess efnis að litháískur karlmaður á fimmtugsaldri verði úrskurðaður í farbann en lögreglumenn handtóku hann á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu í gærmorgun.

Að því er segir í tilkynningu lögreglunnar vann maðurinn að ræktun kannabisplantna á bænum en um er að ræða á fjórða tug fullvaxinna plantna og töluverðs magns af græðlingum.

Maðurinn hefur kannast við að eiga ræktunina sjálfur. Er hún vel búin og unnt að fylgjast með henni og húsinu þar sem hún fram með netmyndavélum.

Tók dómari sér frest til morguns til að úrskurða um kröfu lögreglunnar og verður maðurinn áfram í haldi lögreglu fram að uppkvaðningu úrskurðarins. Maðurinn er búsettur í Litháen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×