Það skal engan undra að fjallstindurinn sé vinsæll enda útsýni af honum með eindæmum. Því er er algengt að sjá myndir af ferðalöngum á tindinum þar sem það lítur út fyrir að þeir séu einir í heiminum.
Svo er þó ekki alltaf raunin líkt og myndirnar sem sjá má hér að neðan. Þær voru birtar á Redditþar sem sjá má að talsverð röð hefur myndast á fjallinu til að ná hinni fullkomnu mynd.
The social media queue pic.twitter.com/hRj6kBXypSÍ umfjöllun BBC um málið kemur fram að fjöldi heimsókna á fjallstindinn hafi aukist um tólf prósent á tímabilinu 2016 til 2018. Þannig hafi 73 þúsund manns klifið tindinn á þessu tímabili. Talsmaður Náttúruverndarstofu Nýja-Sjálands segir að fjallstindurinn sé orðinn táknmynd Wanaka-héraðs Nýja-Sjálands sem megi að stórum hluta þakka samfélagsmiðlum.
— Lukas Stefanko (@LukasStefanko) November 25, 2018
Fjallstindurinn er í 1.578 metra hæð yfir sjávarmáli en í frétt BBC er vitnað í ummæli ferðalanga sem farið hafa á tindinn að undanförnu.
„Það var mjög mikið af fólki á tindinum að reyna að ná hinni fullkomnu mynd. Það var erfitt að ná mynd án þess að á henni væri fullt af ókunnugu fólki. Það var líka vandræðalegt að stilla sér upp á mynd fyrir framan svona mikið af fólki,“ skrifaði einnferðalangur á Tripadvisor.