Russell Westbrook náði Kidd á þrennulistanum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Russell Westbrook er kominn í þrennuformið og með sinni þriðju í síðustu fjórðum leikjum þá komst hann upp í þriðja sætið yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta var líka þrennukvöld fyrir gamla liðsfélaga hans James Harden en líkt og 54 stig Harden dugðu ekki í fyrrakvöld þá dugði þrennan hans ekki í nótt. Houston Rockets tapaði með 20 stigum á heimavelli á móti Dallas Mavericks.Russell Westbrook var með 23 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í 100-83 sigri Oklahoma City Thunder á Cleveland Cavaliers. Þetta var 107. þrennan hans á ferlinum og er hann nú kominn upp við hlið Jason Kidd í þriðja sæti listans.Nú eru aðeins þeir Oscar Robertson (181) og Magic Johnson (138) fyrir ofan Russell Westbrook. Kidd þurfti 1247 leiki til að ná þessum 107 þrennum sínum en þetta var bara 760 leikur Westbrook. Russell Westbrook missti af fyrstu leikjum tímabilsins eftir að hann fór í hnéaðgerð á undirbúningstímabilinu. Liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum en hefur nú unnið 13 af síðustu 16. Þrennan í nótt var þriðja þrenna Russell Westbrook í síðustu fjórum leikjum. Hann var líka með þrennu á móti meisturum Golden State Warriors (11 stig, 11 fráköst, 13 stoðsendingar) og Denver Nuggets (16 stig, 10 fráköst, 12 stoðsendingar) og er farinn að nálgast þrennumeðaltali sem hann hefur verið með undanfarin tvö tímabil.23 PTS. 19 REB. 15 AST. Russell Westbrook notches 107th career triple-double to tie Jason Kidd for the 3rd most triple-doubles in @NBAHistory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/G3yuyzzOkT — NBA.com/Stats (@nbastats) November 29, 2018Nýliðinn Luka Doncic var með 20 stig á aðeins 24 mínútum þegar Dallas Mavericks vann laufléttan 128-108 útisigur á Houston Rockets. Það hefur bæði gengið illa á útivelli í vetur og á móti Houston undanfarin ár en slóvenska undrabarnið er að breyta miklu fyrir Dallas-liðið. James Harden var með 25 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst fyrir Houston en það var langt frá því að duga alveg eins og 54 stiga leikur hans í fyrrinótt. Liðið saknar mikið Chris Paul sem er meiddur en þetta var fjórði tapleikurinn í röð.James Harden records his 1st triple-double of the season for the @HoustonRockets with 25 PTS, 11 REB, 17 AST at home. #Rocketspic.twitter.com/8Ktdf37pcd — NBA (@NBA) November 29, 2018 Hinn 19 ára gamli Doncic hefur nú skorað tuttugu stig eða meira í 10 af 18 leikjum tímabilsins og hann hefur farið fyrir betri leik Dallas-liðsins að undanförnu. Dallas tapaði 8 af fyrstu 11 leikjum sínum en þetta var þriðji sigurleikurinn í röð.Damian Lillard setti niður 10 þriggja stiga körfur og skoraði alls 41 stig í 115-112 sigri Portland Trail Blazers á Orlando Magic. Þetta er nýtt met hjá Portland í þristum í einum leik en Lillard hitti úr 10 af 15 þriggja stiga skotum í leiknum.Jrue Holiday (29 PTS, 7 REB, 5 AST) & Anthony Davis (28 PTS, 15 REB) combine for 57 PTS in the @PelicansNBA home victory! #DoitBigpic.twitter.com/R1O5dLpTQV — NBA (@NBA) November 29, 2018Giannis Antetokounmpo bætti við enn einum stórleiknum í 116-113 sigri Milwaukee Bucks á nágrönnunum í Chicago Bulls. Giannis var með 36 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni: Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 115-99 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 115-112 Houston Rockets - Dallas Mavericks 108-128 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-113 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 128-89 New Orleans Pelicans - Washington Wizards 125-104 Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 100-83 Brooklyn Nets - Utah Jazz 91-101 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 108-94 Philadelphia 76ers - New York Knicks 117-91 NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Russell Westbrook er kominn í þrennuformið og með sinni þriðju í síðustu fjórðum leikjum þá komst hann upp í þriðja sætið yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta var líka þrennukvöld fyrir gamla liðsfélaga hans James Harden en líkt og 54 stig Harden dugðu ekki í fyrrakvöld þá dugði þrennan hans ekki í nótt. Houston Rockets tapaði með 20 stigum á heimavelli á móti Dallas Mavericks.Russell Westbrook var með 23 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í 100-83 sigri Oklahoma City Thunder á Cleveland Cavaliers. Þetta var 107. þrennan hans á ferlinum og er hann nú kominn upp við hlið Jason Kidd í þriðja sæti listans.Nú eru aðeins þeir Oscar Robertson (181) og Magic Johnson (138) fyrir ofan Russell Westbrook. Kidd þurfti 1247 leiki til að ná þessum 107 þrennum sínum en þetta var bara 760 leikur Westbrook. Russell Westbrook missti af fyrstu leikjum tímabilsins eftir að hann fór í hnéaðgerð á undirbúningstímabilinu. Liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum en hefur nú unnið 13 af síðustu 16. Þrennan í nótt var þriðja þrenna Russell Westbrook í síðustu fjórum leikjum. Hann var líka með þrennu á móti meisturum Golden State Warriors (11 stig, 11 fráköst, 13 stoðsendingar) og Denver Nuggets (16 stig, 10 fráköst, 12 stoðsendingar) og er farinn að nálgast þrennumeðaltali sem hann hefur verið með undanfarin tvö tímabil.23 PTS. 19 REB. 15 AST. Russell Westbrook notches 107th career triple-double to tie Jason Kidd for the 3rd most triple-doubles in @NBAHistory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/G3yuyzzOkT — NBA.com/Stats (@nbastats) November 29, 2018Nýliðinn Luka Doncic var með 20 stig á aðeins 24 mínútum þegar Dallas Mavericks vann laufléttan 128-108 útisigur á Houston Rockets. Það hefur bæði gengið illa á útivelli í vetur og á móti Houston undanfarin ár en slóvenska undrabarnið er að breyta miklu fyrir Dallas-liðið. James Harden var með 25 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst fyrir Houston en það var langt frá því að duga alveg eins og 54 stiga leikur hans í fyrrinótt. Liðið saknar mikið Chris Paul sem er meiddur en þetta var fjórði tapleikurinn í röð.James Harden records his 1st triple-double of the season for the @HoustonRockets with 25 PTS, 11 REB, 17 AST at home. #Rocketspic.twitter.com/8Ktdf37pcd — NBA (@NBA) November 29, 2018 Hinn 19 ára gamli Doncic hefur nú skorað tuttugu stig eða meira í 10 af 18 leikjum tímabilsins og hann hefur farið fyrir betri leik Dallas-liðsins að undanförnu. Dallas tapaði 8 af fyrstu 11 leikjum sínum en þetta var þriðji sigurleikurinn í röð.Damian Lillard setti niður 10 þriggja stiga körfur og skoraði alls 41 stig í 115-112 sigri Portland Trail Blazers á Orlando Magic. Þetta er nýtt met hjá Portland í þristum í einum leik en Lillard hitti úr 10 af 15 þriggja stiga skotum í leiknum.Jrue Holiday (29 PTS, 7 REB, 5 AST) & Anthony Davis (28 PTS, 15 REB) combine for 57 PTS in the @PelicansNBA home victory! #DoitBigpic.twitter.com/R1O5dLpTQV — NBA (@NBA) November 29, 2018Giannis Antetokounmpo bætti við enn einum stórleiknum í 116-113 sigri Milwaukee Bucks á nágrönnunum í Chicago Bulls. Giannis var með 36 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni: Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 115-99 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 115-112 Houston Rockets - Dallas Mavericks 108-128 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-113 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 128-89 New Orleans Pelicans - Washington Wizards 125-104 Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 100-83 Brooklyn Nets - Utah Jazz 91-101 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 108-94 Philadelphia 76ers - New York Knicks 117-91
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira