Friðrik Ómar segir ummæli Gunnars Braga fyndin og steikti smokk upp úr smjöri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:25 Söngvarnn góðkunni segir ummælin dapur fyrir ungt hinsegin fólk en ætlar ekki að taka þau persónulega. Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30