Bjarni og heimilisbókhaldið Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar