Innlent

Afhenti viðfangsefninu nýju bókina

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Óttar Sveinsson
Óttar Sveinsson
Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar. Áfangastaðurinn var Hveragerði þar sem Óttar afhenti Guðmundi Arasyni eintak nýjustu Útkallsbókarinnar, Þrekvirki í djúpinu.

„Hann er eini eftirlifandi maðurinn af Agli rauða sem strandaði undir Grænuhlíð 1955 þar sem 29 manns var bjargað og fimm fórust,“ segir Óttar og heldur áfram:

„Um þetta er fjallað í bókinni og í tilefni af því að þetta er 25. bókin sem kemur úr fóru þeir með mér þrír fyrrverandi flugstjórar og við afhentum Guðmundi þessa bók þar sem hann er í aðalhlutverki,“ segir Óttar.

Hann bætir því við að flugmennirnir, Páll Halldórsson, Benóný Ásgrímsson og Bogi Agnarsson, hafi verið viðfangsefni fyrstu Útkallsbókarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×