Tvær dramatískar endurkomur Selfyssinga á móti Haukunum í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 16:45 Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. vísir/stefán Haukar taka í kvöld á móti toppliði Selfoss í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en áttundu umferðinni lýkur með þessum leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.30. Selfossliðið vann báða deildarleiki liðanna í fyrra en í þeim báðum voru Haukarnir yfir í hálfleik en Selfyssingar síðan sterkari á spennuþrungnum lokamínútum. Það var mikil spenna í leikjunum tveimur sem lofar góðu fyrir leik kvöldsins. Seinni bylgjan mun síðan fara yfir þennan leik sem og alla umferðina eftir leikinn. Í báðum leikjum í fyrra var dramatíkin allsráðandi í lokin og í þeim báðum skoruðu Selfyssingar sigurmörk. Alexander Már Egan skoraði sigurmarkið á Ásvöllum í október en Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á Selfossi í febrúar. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, í fyrri leiknum á Ásvöllum en Selfossliðið vann seinni hálfleikinn 16-10 og þar með leikinn 24-23. Í seinni leiknum voru Haukarnir reyndar aðeins einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en voru enn þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Selfyssingar tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörkin. Haukarnir ættu heldur betur að vera brenndir af þessum tveimur leikjum í fyrra þar sem þeir voru yfir stóran hlut leiksins en uppskáru engin stig. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Haukarnir gera í kvöld og hvort þeim takist að hefna fyrir hrakfarirnar í fyrra. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig Selfyssingar snéru við þessum tveimur leikjum á móti Haukum í deildarkeppnini á síðasta tímabili.Lokamínúturnar á Selfossi 18. febrúar 2018Staðan er 25-22 fyrir Haukum egar rúmar fjórar mínútur eru eftir [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (24-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (25-25) [S] Elvar Örn Jónsson skorar sigurmark Selfoss (26-25) 4-0 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 26-25Súðustu 25 mínúturnar á Ásvöllum 22. október 2017Staðan er 16-10 fyrir Haukum þegar 25 mínútur eru eftir [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (11-16) [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (12-16) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (13-16) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (14-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (15-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (16-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (17-16) Hákon Daði Styrmisson skorar fyrir Hauka (17-17) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (18-17) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-18) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-19) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (19-19) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (19-20) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (20-20) Atli Már Báruson skorar fyrir Hauka (20-21) [S] Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfoss (21-21) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (22-21) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (22-22) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-22) Heimir Óli Heimisson skorar fyrir Hauka (23-23) [S] Alexander Már Egan skorar sigurmark Selfoss (24-23) 14-8 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 24-23 Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Haukar taka í kvöld á móti toppliði Selfoss í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en áttundu umferðinni lýkur með þessum leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.30. Selfossliðið vann báða deildarleiki liðanna í fyrra en í þeim báðum voru Haukarnir yfir í hálfleik en Selfyssingar síðan sterkari á spennuþrungnum lokamínútum. Það var mikil spenna í leikjunum tveimur sem lofar góðu fyrir leik kvöldsins. Seinni bylgjan mun síðan fara yfir þennan leik sem og alla umferðina eftir leikinn. Í báðum leikjum í fyrra var dramatíkin allsráðandi í lokin og í þeim báðum skoruðu Selfyssingar sigurmörk. Alexander Már Egan skoraði sigurmarkið á Ásvöllum í október en Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á Selfossi í febrúar. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, í fyrri leiknum á Ásvöllum en Selfossliðið vann seinni hálfleikinn 16-10 og þar með leikinn 24-23. Í seinni leiknum voru Haukarnir reyndar aðeins einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en voru enn þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Selfyssingar tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörkin. Haukarnir ættu heldur betur að vera brenndir af þessum tveimur leikjum í fyrra þar sem þeir voru yfir stóran hlut leiksins en uppskáru engin stig. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Haukarnir gera í kvöld og hvort þeim takist að hefna fyrir hrakfarirnar í fyrra. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig Selfyssingar snéru við þessum tveimur leikjum á móti Haukum í deildarkeppnini á síðasta tímabili.Lokamínúturnar á Selfossi 18. febrúar 2018Staðan er 25-22 fyrir Haukum egar rúmar fjórar mínútur eru eftir [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (24-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (25-25) [S] Elvar Örn Jónsson skorar sigurmark Selfoss (26-25) 4-0 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 26-25Súðustu 25 mínúturnar á Ásvöllum 22. október 2017Staðan er 16-10 fyrir Haukum þegar 25 mínútur eru eftir [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (11-16) [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (12-16) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (13-16) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (14-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (15-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (16-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (17-16) Hákon Daði Styrmisson skorar fyrir Hauka (17-17) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (18-17) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-18) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-19) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (19-19) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (19-20) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (20-20) Atli Már Báruson skorar fyrir Hauka (20-21) [S] Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfoss (21-21) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (22-21) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (22-22) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-22) Heimir Óli Heimisson skorar fyrir Hauka (23-23) [S] Alexander Már Egan skorar sigurmark Selfoss (24-23) 14-8 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 24-23
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira