Vilja úthýsa mentóli úr vindlingum vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 16:24 Mentólið gæti verið á útleið úr bandarískum sígarettum. Getty/Oliverhelbig Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings. Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings.
Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent