Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2018 11:00 Yevgenya Jenny Paturyan, aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu, hélt á dögunum erindi um Flauelsbyltinguna í Armeníu í Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Ótrúlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum og samfélagi frá því að kjósendur þar í landi kusu sér nýtt þing í apríl 2017. Ríkjandi valdaflokkur náði þar hreinum meirihluta og hafði tögl og hagldir á flestum sviðum armensks þjóðfélags. Eftir gríðarfjölmenn mótmæli á götum höfuðborgarinnar Jerevan í vor – eftir það sem sagt voru grímulaus svik valdamesta manns landsins – samþykkti þetta sama þing einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, flokkur hvers hlaut sjö prósent atkvæða í kosningunum 2017, sem nýjan forsætisráðherra. Yevgenya Jenny Paturyan, aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu, segir mikla bjartsýni ríkja meðal armensks almennings en að blikur séu á lofti. Hún segir andrúmsloftið í landinu minna sig um margt á það sem ríkti eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991. „Við erum með gríðarlega vinsælan leiðtoga, það ríkir spenna og samstaða meðal Armena sem krefjast efnahagslegs vaxtar og fleiri starfa. Armenum líður eins og þeir séu að reisa nýja lýðræðislega Armeníu, segir Paturyan. Nú sé hins vegar spurning hvort að Armenar læri af mistökum fortíðar. Paturyan hélt á dögunum fyrirlestur um Flauelsbyltinguna í Armeníu í Háskóla Íslands, en það var Alþjóðamálastofnun HÍ sem stóð fyrir honum.Um 200 þúsund manns mótmældu á götum armensku höfuðborgarinnar Jerevan þegar mest var.GettyUm 200 þúsund á götum JerevanArmenía er lítið land í Suður-Kákasus með um þrjár milljónir íbúa. Landið á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í suðri og austri og Íran í sömuleiðis í suðri. Um 70 prósent landamæra landsins við nágranna sína eru lokuð vegna deilna við Tyrkland og Aserbaídsjan og er Armenía efnahagslega mjög háð Rússlandi. Paturyan segir landið glíma við mörg vandamál þar sem um þriðjungur íbúa lifa undir fátæktarmörkum og spilling mælist meiri en í um 60 prósent ríkja heims. Fyrr á árinu fjölmenntu um 200 þúsund Armenar út á götu þegar mest var til að mótmæla valdaklíku landsins og lauk henni með afsögn mannsins sem hafði þá gegnt valdamesta embætti landsins í um áratug. Var talað um Flauelsbyltinguna þar sem hún var að langstærstum hluta friðsæl.Yevgenya Jenny Paturyan sagði Armena hafa litið á það sem svik af hálfu Serzh Sargsyan þegar hann var tilnefndur sem nýr forsætisráðherra.Vísir/VilhelmSvik SargsyanÁstæða þess að Armenar risu upp gegn valdhöfum má rekja til svikinna loforða forsetans Serzh Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskrá landsins – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans myndi ljúka 2018. Sagði hann að það gerði engum gott – hvorki einstaklingi né þjóð – að hafa sama manninn við völd lengur en tvö kjörtímabil. Hins vegar, þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur sem nýr forsætisráðherra. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið.Serzh Sargsyan gegndi embætti forseta Armeníu á árunum 2008 og 2018. Þá var hann forsætisráðherra landsins í skamma stund síðasta vor.GettyEina baklandið voru mótmælendurnir úti á götum JerevanPaturyan segir að við kjör Sargsyan hafi brotist út gríðarleg reiði meðal armensks almennings. „Armenar og fleiri eru vanir því að stjórnmálamenn svíki loforð en litið var á þetta sem svo að Sargsyan hafi gengið of langt. Nokkur hundruð manna hópur hóf þá mótmælaaðgerðir í Jerevan. Svo fjölgaði hratt í hópi mótmælenda þegar stúdentar gengu til liðs við þá og þeyttust úr á götur. Að lokum voru um 200 þúsund manns að mótmæla. Þetta voru fjölmennustu mótmælin í Armeníu frá 1988. Mótmælin voru mjög vel skipulögð, margir kjarnahópar, þannig að ef einhver skipuleggjandinn var handtekinn þá héldu mótmælin samt áfram. Samfélagsmiðlar og húmor voru vopn sem mótmælendur beittu óspart.“ Paturyan segir að lokum hafi Sargsyan og ríkisstjórn hans sagt af sér. Ekkert annað hafi verið í stöðunni og fór svo að stjórnarandstæðingurinn og einn upphafsmanna mótmælanna, Nikol Pashinyan, var tilnefndur sem forsætisráðherra. Flokkur hans hlaut um sjö prósent fylgi í kosningunum 2017, en þrátt fyrir lítinn þingstyrk sá Repúblikanaflokkurinn þann eina kost í stöðunni að tilnefna Pashinyan. „Eina bakland hans voru mótmælendurnir úti á götu, sem skapaði mjög áhugaverða stöðu. Þeir kölluðu þetta „beint lýðræði“ sem ég er reyndar ekki alveg sammála. Við vorum með frambjóðanda sem naut stuðnings mikils mannfjölda á götunni sem beitti þannig þingið þrýsingi,“ segir Paturyan.Nikol Pashinyan er núverandi forsætisráðherra Armeníu. Hann baðst nýverið lausnar og hefur verið boðað til þingkosninga í desember. Vonast hann til að auka hlutfall sinna stuðningsmanna á þingi.GettyHyggst nýta meðbyrinn og hefur boðað til kosningaEin af ástæðum þess að þingið, þar sem Repúblikanar voru með hreinan meirihluta, ákvað að velja Pashinyan sem nýjan forsætisráðherra var sá að ef þinginu hefði ekki tekist að samþykkja nýjan forsætisráðherra í tveimur tilraunum hefði þingið verið leyst upp. Eftir afsögn Sargsyan höfðu Repúblikanar á þinginu tilnefnt annan Repúblikana, en honum var hafnað. „Ef meirihluti þings hefði ekki samþykkt Pashinyan hefði þurft að boða til nýrra kosninga og ég held að þingmenn vildu það ekki. Mótmælin hefðu haldið áfram og ég held að þingmenn hafi gert sér grein fyrir því. Margir þeirra voru hræddir í því andrúmslofti sem ríkti, en fréttir bárust af því að mótmælendur hafi farið að heimilum þingmanna og haft í hótunum. Stjórnarandstaðan sameinaðist þá um að greiða atkvæði með Pashinyan og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins líka. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sögðust þá samþykkja Pashinyan sem nýjan forsætisráðherra, ekki af því að þeir voru á þeirri skoðun að hann yrði góður forsætisráðherra, heldur af því það væri vilji þjóðarinnar,“ segir Paturyan.Grafík/FréttablaðiðÍ síðasta mánuði sagði Pashinyan af sér embætti og hefur nú verið boðað til kosninga í desember. Vill Pashinyan þannig nýta sér þær miklu vinsældir sínar og þannig auka þingstyrk sinna stuðningsmanna. Fyrr á árinu voru haldnar sveitarstjórnarkosningar í landinu þar sem stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi hlutu um 80 prósent fylgi, sem er skýrt merki um vinsældir hins nýja forsætisráðherra.En er þetta bylting sem á sér stað?„Ég held að við þurfum að bíða í hálft ár í viðbót til að sjá hvernig málin þróast,“ segir Paturyan. „Þetta lítur úr eins og bylting sé litið til valdatilfærslunnar. Að réttarríkinu hafi aftur verið komið á. Í ljósi þess hvernig tekið hafi verið á spillingu og búið sé að brjóta upp einokunina sem hefur ríkt á hinum ýmsu sviðum viðskiptalífsins í landinu. Sveitarstjórnarkosningarnar fyrr á árinu lofuðu góðu, virtust vera frjálsar kosningar, og svo eru þingkosningar framundan sem ég held að verði það líka. Ég vil sjá nýju ríkisstjórnina starfa í um hálft ár. Ef þeir fara ekki í sama gamla farið sem við þekktum áður – það er hvernig stjórnsýslunni er beitt, frændhygli og svo framvegis – þá gætum við sagt að um byltingu sé að ræða. Ég vil bíða með að svara þeirri spurningu, þar sem ég hef áður orðið vitni að atburðum sem minna á byltingu, en einu, tveimur árum síðar eru gömlu starfshættirnir komir aftur.“Lýðveldistorgið í Jerevan.Vísir/AtliMeð óbragð í munniPaturyan segir að ástandið og andrúmsloftið í Armeníu nú minni hana um margt á það sem var skömmu áður en Armenar lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. „Já, þetta minnir mig á ástandið í byrjun tíunda áratugarins. Bæði góðu hlutirnir og þeir slæmu. Samstaðan meðal almennings og ákafi, draumur um að bæta Armeníu eru allt jákvæðir hlutir. Áður hafi Armenar barist gegn yfirráðum Sovét en nú eru þeir að berjast gegn sínu eigin spillta valdakerfi. En ofurvinsæll leiðtogi, mjög lítil og veik stjórnarandstaða, lítil gagnrýni og lítið umburðarlyndi gagnvart gagnrýni eru allt hlutir sem mér líkar ekki. Ég hef áhyggjur af þessu. Við vitum að vald spillir og algjört vald gjörspillir. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld fái uppbyggilega gagnrýni. Fólki á ekki að líða þannig að ef það gagnrýni þá eigi því að líða þannig að það sé ekki réttu megin sögunnar. Þessi byltingarorðræða – að hver sá sem er ekki með okkur sé á móti okkur, að samfélagið sé svart og hvítt – það finnst mér ekki gott. Það var einmitt þetta sem fór úrskeiðis snemma á tíunda áratugnum. Stjórnvöld voru svo vinsæl, að þau héldu að þau gæti komist upp með hvað sem er. Fólk vaknaði upp við það einn góðan veðurdag að lýðræðisverkefnið var komið langt út af sporinu,“ segir Paturyan.Hver er þessi nýi forsætisráðherra?Paturyan segir að saga hins nýja forsætisráðherra, hinn 43 ára Nikol Pashinyan, sé um margt áhugaverð. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður, verið handtekinn árið 2008 og sakaður um að hafa skipulagt uppþot sem leiddu til dauða tíu manna. „Hann fór í fangelsi en sneri svo aftur í stjórnmálin. Hann var stuðningsmaður Levon Ter-Petrosyan, fyrsta forseta Armeníu, og sneri svo baki við honum og stofnaði sinn eigin flokk. Hann var af flestum talinn frekar öfgafullur stjórnmálamaður á jaðrinum, allt þar til hann varð helsta andlit mótmælanna fyrr á árinu. Hann hefur eignað sér hve vel þessi mótmæli gengu, þó að ég telji að árangurinn megi ekki síst þakka öðrum aðgerðasinnum, meðal annars stúdentahreyfingum.Nikol Pashinyan á mótmælafundi í apríl síðastliðinn.GettyPashinyan er gáfaður og er á margan hátt auðmjúkur í framkomu. Hann segir að þetta snúist ekki um hann heldur armensku þjóðina og svo framvegis. Að um leið og þjóðin vilji ekki lengur að hann sé forsætisráðherra þá muni hann stíga til hliðar. Þannig hefur hann styrkt stoðir boðskaps um lýðræði í landinu. Sem er gott. Hann reynir að brjóta niður skilin milli valdamanna og þjóðarinnar. Hann gengur um götur, ferðast um á hjóli, ekki í einhverjum glæsikerrum. Hann er mjög virkur á samfélagsmiðlum og svarar spurningum almennings þar. Sömuleiðis er hann búinn að láta opna garðana við þinghúsið og heimili forsætisráðherra. Mér finnst þetta allt vera jákvæð skref.“Aðrar átakalínur en þekkjast annars staðarPaturyan segir að erfitt sé að skilgreina hinn nýja forsætisráðherra á vinstri/hægriás stjórnmálanna þar sem helstu átakalínur í armenskum stjórnmálum séu aðrar en þekkjast annars staðar. „Afstaðan til Rússlands er líklega það deilumál sem kemst næst hugmyndafræðilegum átökum í Armeníu. Annað deilumál er hvort stjórnvöld í landinu eigi að vera með harða eða veikari afstöðu í deilunni um Karabakh. Pashinyan er harður í afstöðu sinni til Karabakh. Hann var jákvæður í garð Vesturlanda en segir nú að Rússland sé helsti herfræðilegi samstarfsaðili okkar. Hann segist ekki trúa á sérstaka hugmyndafræði eða „isma“ eins og hann kallar það. Það finnst mér skrýtið. Það er munur á opnum frjálslyndum hagkerfum og svo sósíalískum velferðarkerfum. Það á eftir að koma í ljós hvernig þessi nýja stjórn muni stýra. Munu þeir hækka eða lækka skatta? Svona hlutir eiga eftir að koma betur í ljós.“Þessar deilur við Tyrki vegna þjóðarmorðsins í fyrri heimsstyrjöldinni og við Asera vegna Karabakh… Það hlýtur að vera erfitt fyrir Armeníu að vera með um sjötíu prósent landamæranna lokuð vegna þessara deilna. Sér eitthvað fyrir endann á þessum deilum og hefur þetta ekki heftandi áhrif á alla framþróun og vöxt? Myndir þú segja að Armenar væru fangar fortíðar?„Já, það er mjög góð lýsing að segja að Armenar séu fangar fortíðar. Það er nákvæmlega það sem er að gerast. Í fyrsta lagi þá sjá Armenar Tyrki og Asera sem nokkurn veginn sama fólkið. Hvort að það sé hlutlægt rétt mat er önnur spurning. Fyrir um hundrað árum áttu við í miklum deilum við Tyrki vegna þjóðarmorðsins. Tyrkir hafna því að um þjóðarmorð hafi verið að ræða, en um milljón Armenar létu þar lífið. Gríðarleg fækkun var í landinu. Það áfall lifir enn meðal Armana. Það eru hins vegar margir Armenar líkar það ekki og segja að við ættum ekki að láta fortíðina skilgreina okkur. Nútíð og framtíð ættu þess í stað að gera það. En þetta lifir engu að síður með þjóðinni,“ segir Paturyan.Minnisvarðinn í Jerevan um þjóðarmorðið á Armenum í fyrra stríði.GettyDeilan um KarabakhHin deilan sem gegnsýrir stjórnmál í Armeníu snýr að því að árið 1988 var ákveðið að landsvæðið Karabakh skyldi ekki að vera hluti Aserbaídsjan, heldur hluti af Armeníu. „Viðbrögðin Aserbaídsjanmegin voru því miður ofbeldisfull. Það urðu miklar deilur þjóðernishópa og sumir týndu lífi. Viðbrögðin Armeníumegin urðu þá þannig að menn óttuðust að þjóðmorðið 1915 væri að fara að endurtaka sig. Tyrkirnir væru að koma. Það hafa verið gerðar rannsóknir, ekki í Armeníu en annars staðar, sem sýna að stórfelld áföll, eins og þjóðarmorð, lifi áfram milli kynslóða. Þú gætir verið þriðja kynslóð eftirlifenda en samt sýnt tilfinningaleg og rökföst viðbrögð vegna þjóðarmorðsins. Það er nákvæmlega það sem gerðist og varð til þess að deilan um Karabakh versnaði og það hratt. Aserar voru augljóslega ósáttir við að þurfa að gefa frá sér landsvæði, en Armenar voru fljótir í varnarstöðu og eru enn. Hatrið milli þessara deiluaðila er því orðið rótfast. Orðræðan í Armeníu er þá á þá leið að við verðum að vera með öflugan her á landamærunum. Það falla milli tíu og fimmtán manns á landamærunum að Aserbaídsjan á hverju ári. En hvernig má leysa það? Það þarf líklegast að gera þannig að við kennum nýjum kynslóðum aukið umburðarlyndi og leggjum áherslu á mikilvægi málamiðlana. En það þarf auðvitað að gerast hjá báðum deiluaðilum. Það er hins vegar ekki að gerast. Ekki í Aserbaídsjan. Ekki í Armeníu. Og ekki í Tyrklandi heldur ef út í það er farið. Aserbaídsjan er algjört einræðisríki og Tyrkland er á góðri leið með að verða einræðisríki. Þetta eykur á óöryggi Armeníu þannig að ef eitthvað er þá er ástandið að versna og deilurnar verða torleystari,“ segir Paturyan. Armenía Aserbaídsjan Asía Fréttaskýringar Íran Rússland Tengdar fréttir Armenía syndir á móti straumnum Tímamótaþingkosningar fóru fram í Armeníu í byrjun mánaðar, þær fyrstu eftir stjórnarskrárbreytingar sem breyttu landinu í þingræðisríki. Í kosningaeftirliti á vegum ÖSE fékk blaðamaður tækifæri til að kynnast landi og þjóð. 22. apríl 2017 08:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
Ótrúlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum og samfélagi frá því að kjósendur þar í landi kusu sér nýtt þing í apríl 2017. Ríkjandi valdaflokkur náði þar hreinum meirihluta og hafði tögl og hagldir á flestum sviðum armensks þjóðfélags. Eftir gríðarfjölmenn mótmæli á götum höfuðborgarinnar Jerevan í vor – eftir það sem sagt voru grímulaus svik valdamesta manns landsins – samþykkti þetta sama þing einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, flokkur hvers hlaut sjö prósent atkvæða í kosningunum 2017, sem nýjan forsætisráðherra. Yevgenya Jenny Paturyan, aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu, segir mikla bjartsýni ríkja meðal armensks almennings en að blikur séu á lofti. Hún segir andrúmsloftið í landinu minna sig um margt á það sem ríkti eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991. „Við erum með gríðarlega vinsælan leiðtoga, það ríkir spenna og samstaða meðal Armena sem krefjast efnahagslegs vaxtar og fleiri starfa. Armenum líður eins og þeir séu að reisa nýja lýðræðislega Armeníu, segir Paturyan. Nú sé hins vegar spurning hvort að Armenar læri af mistökum fortíðar. Paturyan hélt á dögunum fyrirlestur um Flauelsbyltinguna í Armeníu í Háskóla Íslands, en það var Alþjóðamálastofnun HÍ sem stóð fyrir honum.Um 200 þúsund manns mótmældu á götum armensku höfuðborgarinnar Jerevan þegar mest var.GettyUm 200 þúsund á götum JerevanArmenía er lítið land í Suður-Kákasus með um þrjár milljónir íbúa. Landið á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í suðri og austri og Íran í sömuleiðis í suðri. Um 70 prósent landamæra landsins við nágranna sína eru lokuð vegna deilna við Tyrkland og Aserbaídsjan og er Armenía efnahagslega mjög háð Rússlandi. Paturyan segir landið glíma við mörg vandamál þar sem um þriðjungur íbúa lifa undir fátæktarmörkum og spilling mælist meiri en í um 60 prósent ríkja heims. Fyrr á árinu fjölmenntu um 200 þúsund Armenar út á götu þegar mest var til að mótmæla valdaklíku landsins og lauk henni með afsögn mannsins sem hafði þá gegnt valdamesta embætti landsins í um áratug. Var talað um Flauelsbyltinguna þar sem hún var að langstærstum hluta friðsæl.Yevgenya Jenny Paturyan sagði Armena hafa litið á það sem svik af hálfu Serzh Sargsyan þegar hann var tilnefndur sem nýr forsætisráðherra.Vísir/VilhelmSvik SargsyanÁstæða þess að Armenar risu upp gegn valdhöfum má rekja til svikinna loforða forsetans Serzh Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskrá landsins – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans myndi ljúka 2018. Sagði hann að það gerði engum gott – hvorki einstaklingi né þjóð – að hafa sama manninn við völd lengur en tvö kjörtímabil. Hins vegar, þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur sem nýr forsætisráðherra. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið.Serzh Sargsyan gegndi embætti forseta Armeníu á árunum 2008 og 2018. Þá var hann forsætisráðherra landsins í skamma stund síðasta vor.GettyEina baklandið voru mótmælendurnir úti á götum JerevanPaturyan segir að við kjör Sargsyan hafi brotist út gríðarleg reiði meðal armensks almennings. „Armenar og fleiri eru vanir því að stjórnmálamenn svíki loforð en litið var á þetta sem svo að Sargsyan hafi gengið of langt. Nokkur hundruð manna hópur hóf þá mótmælaaðgerðir í Jerevan. Svo fjölgaði hratt í hópi mótmælenda þegar stúdentar gengu til liðs við þá og þeyttust úr á götur. Að lokum voru um 200 þúsund manns að mótmæla. Þetta voru fjölmennustu mótmælin í Armeníu frá 1988. Mótmælin voru mjög vel skipulögð, margir kjarnahópar, þannig að ef einhver skipuleggjandinn var handtekinn þá héldu mótmælin samt áfram. Samfélagsmiðlar og húmor voru vopn sem mótmælendur beittu óspart.“ Paturyan segir að lokum hafi Sargsyan og ríkisstjórn hans sagt af sér. Ekkert annað hafi verið í stöðunni og fór svo að stjórnarandstæðingurinn og einn upphafsmanna mótmælanna, Nikol Pashinyan, var tilnefndur sem forsætisráðherra. Flokkur hans hlaut um sjö prósent fylgi í kosningunum 2017, en þrátt fyrir lítinn þingstyrk sá Repúblikanaflokkurinn þann eina kost í stöðunni að tilnefna Pashinyan. „Eina bakland hans voru mótmælendurnir úti á götu, sem skapaði mjög áhugaverða stöðu. Þeir kölluðu þetta „beint lýðræði“ sem ég er reyndar ekki alveg sammála. Við vorum með frambjóðanda sem naut stuðnings mikils mannfjölda á götunni sem beitti þannig þingið þrýsingi,“ segir Paturyan.Nikol Pashinyan er núverandi forsætisráðherra Armeníu. Hann baðst nýverið lausnar og hefur verið boðað til þingkosninga í desember. Vonast hann til að auka hlutfall sinna stuðningsmanna á þingi.GettyHyggst nýta meðbyrinn og hefur boðað til kosningaEin af ástæðum þess að þingið, þar sem Repúblikanar voru með hreinan meirihluta, ákvað að velja Pashinyan sem nýjan forsætisráðherra var sá að ef þinginu hefði ekki tekist að samþykkja nýjan forsætisráðherra í tveimur tilraunum hefði þingið verið leyst upp. Eftir afsögn Sargsyan höfðu Repúblikanar á þinginu tilnefnt annan Repúblikana, en honum var hafnað. „Ef meirihluti þings hefði ekki samþykkt Pashinyan hefði þurft að boða til nýrra kosninga og ég held að þingmenn vildu það ekki. Mótmælin hefðu haldið áfram og ég held að þingmenn hafi gert sér grein fyrir því. Margir þeirra voru hræddir í því andrúmslofti sem ríkti, en fréttir bárust af því að mótmælendur hafi farið að heimilum þingmanna og haft í hótunum. Stjórnarandstaðan sameinaðist þá um að greiða atkvæði með Pashinyan og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins líka. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sögðust þá samþykkja Pashinyan sem nýjan forsætisráðherra, ekki af því að þeir voru á þeirri skoðun að hann yrði góður forsætisráðherra, heldur af því það væri vilji þjóðarinnar,“ segir Paturyan.Grafík/FréttablaðiðÍ síðasta mánuði sagði Pashinyan af sér embætti og hefur nú verið boðað til kosninga í desember. Vill Pashinyan þannig nýta sér þær miklu vinsældir sínar og þannig auka þingstyrk sinna stuðningsmanna. Fyrr á árinu voru haldnar sveitarstjórnarkosningar í landinu þar sem stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi hlutu um 80 prósent fylgi, sem er skýrt merki um vinsældir hins nýja forsætisráðherra.En er þetta bylting sem á sér stað?„Ég held að við þurfum að bíða í hálft ár í viðbót til að sjá hvernig málin þróast,“ segir Paturyan. „Þetta lítur úr eins og bylting sé litið til valdatilfærslunnar. Að réttarríkinu hafi aftur verið komið á. Í ljósi þess hvernig tekið hafi verið á spillingu og búið sé að brjóta upp einokunina sem hefur ríkt á hinum ýmsu sviðum viðskiptalífsins í landinu. Sveitarstjórnarkosningarnar fyrr á árinu lofuðu góðu, virtust vera frjálsar kosningar, og svo eru þingkosningar framundan sem ég held að verði það líka. Ég vil sjá nýju ríkisstjórnina starfa í um hálft ár. Ef þeir fara ekki í sama gamla farið sem við þekktum áður – það er hvernig stjórnsýslunni er beitt, frændhygli og svo framvegis – þá gætum við sagt að um byltingu sé að ræða. Ég vil bíða með að svara þeirri spurningu, þar sem ég hef áður orðið vitni að atburðum sem minna á byltingu, en einu, tveimur árum síðar eru gömlu starfshættirnir komir aftur.“Lýðveldistorgið í Jerevan.Vísir/AtliMeð óbragð í munniPaturyan segir að ástandið og andrúmsloftið í Armeníu nú minni hana um margt á það sem var skömmu áður en Armenar lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. „Já, þetta minnir mig á ástandið í byrjun tíunda áratugarins. Bæði góðu hlutirnir og þeir slæmu. Samstaðan meðal almennings og ákafi, draumur um að bæta Armeníu eru allt jákvæðir hlutir. Áður hafi Armenar barist gegn yfirráðum Sovét en nú eru þeir að berjast gegn sínu eigin spillta valdakerfi. En ofurvinsæll leiðtogi, mjög lítil og veik stjórnarandstaða, lítil gagnrýni og lítið umburðarlyndi gagnvart gagnrýni eru allt hlutir sem mér líkar ekki. Ég hef áhyggjur af þessu. Við vitum að vald spillir og algjört vald gjörspillir. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld fái uppbyggilega gagnrýni. Fólki á ekki að líða þannig að ef það gagnrýni þá eigi því að líða þannig að það sé ekki réttu megin sögunnar. Þessi byltingarorðræða – að hver sá sem er ekki með okkur sé á móti okkur, að samfélagið sé svart og hvítt – það finnst mér ekki gott. Það var einmitt þetta sem fór úrskeiðis snemma á tíunda áratugnum. Stjórnvöld voru svo vinsæl, að þau héldu að þau gæti komist upp með hvað sem er. Fólk vaknaði upp við það einn góðan veðurdag að lýðræðisverkefnið var komið langt út af sporinu,“ segir Paturyan.Hver er þessi nýi forsætisráðherra?Paturyan segir að saga hins nýja forsætisráðherra, hinn 43 ára Nikol Pashinyan, sé um margt áhugaverð. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður, verið handtekinn árið 2008 og sakaður um að hafa skipulagt uppþot sem leiddu til dauða tíu manna. „Hann fór í fangelsi en sneri svo aftur í stjórnmálin. Hann var stuðningsmaður Levon Ter-Petrosyan, fyrsta forseta Armeníu, og sneri svo baki við honum og stofnaði sinn eigin flokk. Hann var af flestum talinn frekar öfgafullur stjórnmálamaður á jaðrinum, allt þar til hann varð helsta andlit mótmælanna fyrr á árinu. Hann hefur eignað sér hve vel þessi mótmæli gengu, þó að ég telji að árangurinn megi ekki síst þakka öðrum aðgerðasinnum, meðal annars stúdentahreyfingum.Nikol Pashinyan á mótmælafundi í apríl síðastliðinn.GettyPashinyan er gáfaður og er á margan hátt auðmjúkur í framkomu. Hann segir að þetta snúist ekki um hann heldur armensku þjóðina og svo framvegis. Að um leið og þjóðin vilji ekki lengur að hann sé forsætisráðherra þá muni hann stíga til hliðar. Þannig hefur hann styrkt stoðir boðskaps um lýðræði í landinu. Sem er gott. Hann reynir að brjóta niður skilin milli valdamanna og þjóðarinnar. Hann gengur um götur, ferðast um á hjóli, ekki í einhverjum glæsikerrum. Hann er mjög virkur á samfélagsmiðlum og svarar spurningum almennings þar. Sömuleiðis er hann búinn að láta opna garðana við þinghúsið og heimili forsætisráðherra. Mér finnst þetta allt vera jákvæð skref.“Aðrar átakalínur en þekkjast annars staðarPaturyan segir að erfitt sé að skilgreina hinn nýja forsætisráðherra á vinstri/hægriás stjórnmálanna þar sem helstu átakalínur í armenskum stjórnmálum séu aðrar en þekkjast annars staðar. „Afstaðan til Rússlands er líklega það deilumál sem kemst næst hugmyndafræðilegum átökum í Armeníu. Annað deilumál er hvort stjórnvöld í landinu eigi að vera með harða eða veikari afstöðu í deilunni um Karabakh. Pashinyan er harður í afstöðu sinni til Karabakh. Hann var jákvæður í garð Vesturlanda en segir nú að Rússland sé helsti herfræðilegi samstarfsaðili okkar. Hann segist ekki trúa á sérstaka hugmyndafræði eða „isma“ eins og hann kallar það. Það finnst mér skrýtið. Það er munur á opnum frjálslyndum hagkerfum og svo sósíalískum velferðarkerfum. Það á eftir að koma í ljós hvernig þessi nýja stjórn muni stýra. Munu þeir hækka eða lækka skatta? Svona hlutir eiga eftir að koma betur í ljós.“Þessar deilur við Tyrki vegna þjóðarmorðsins í fyrri heimsstyrjöldinni og við Asera vegna Karabakh… Það hlýtur að vera erfitt fyrir Armeníu að vera með um sjötíu prósent landamæranna lokuð vegna þessara deilna. Sér eitthvað fyrir endann á þessum deilum og hefur þetta ekki heftandi áhrif á alla framþróun og vöxt? Myndir þú segja að Armenar væru fangar fortíðar?„Já, það er mjög góð lýsing að segja að Armenar séu fangar fortíðar. Það er nákvæmlega það sem er að gerast. Í fyrsta lagi þá sjá Armenar Tyrki og Asera sem nokkurn veginn sama fólkið. Hvort að það sé hlutlægt rétt mat er önnur spurning. Fyrir um hundrað árum áttu við í miklum deilum við Tyrki vegna þjóðarmorðsins. Tyrkir hafna því að um þjóðarmorð hafi verið að ræða, en um milljón Armenar létu þar lífið. Gríðarleg fækkun var í landinu. Það áfall lifir enn meðal Armana. Það eru hins vegar margir Armenar líkar það ekki og segja að við ættum ekki að láta fortíðina skilgreina okkur. Nútíð og framtíð ættu þess í stað að gera það. En þetta lifir engu að síður með þjóðinni,“ segir Paturyan.Minnisvarðinn í Jerevan um þjóðarmorðið á Armenum í fyrra stríði.GettyDeilan um KarabakhHin deilan sem gegnsýrir stjórnmál í Armeníu snýr að því að árið 1988 var ákveðið að landsvæðið Karabakh skyldi ekki að vera hluti Aserbaídsjan, heldur hluti af Armeníu. „Viðbrögðin Aserbaídsjanmegin voru því miður ofbeldisfull. Það urðu miklar deilur þjóðernishópa og sumir týndu lífi. Viðbrögðin Armeníumegin urðu þá þannig að menn óttuðust að þjóðmorðið 1915 væri að fara að endurtaka sig. Tyrkirnir væru að koma. Það hafa verið gerðar rannsóknir, ekki í Armeníu en annars staðar, sem sýna að stórfelld áföll, eins og þjóðarmorð, lifi áfram milli kynslóða. Þú gætir verið þriðja kynslóð eftirlifenda en samt sýnt tilfinningaleg og rökföst viðbrögð vegna þjóðarmorðsins. Það er nákvæmlega það sem gerðist og varð til þess að deilan um Karabakh versnaði og það hratt. Aserar voru augljóslega ósáttir við að þurfa að gefa frá sér landsvæði, en Armenar voru fljótir í varnarstöðu og eru enn. Hatrið milli þessara deiluaðila er því orðið rótfast. Orðræðan í Armeníu er þá á þá leið að við verðum að vera með öflugan her á landamærunum. Það falla milli tíu og fimmtán manns á landamærunum að Aserbaídsjan á hverju ári. En hvernig má leysa það? Það þarf líklegast að gera þannig að við kennum nýjum kynslóðum aukið umburðarlyndi og leggjum áherslu á mikilvægi málamiðlana. En það þarf auðvitað að gerast hjá báðum deiluaðilum. Það er hins vegar ekki að gerast. Ekki í Aserbaídsjan. Ekki í Armeníu. Og ekki í Tyrklandi heldur ef út í það er farið. Aserbaídsjan er algjört einræðisríki og Tyrkland er á góðri leið með að verða einræðisríki. Þetta eykur á óöryggi Armeníu þannig að ef eitthvað er þá er ástandið að versna og deilurnar verða torleystari,“ segir Paturyan.
Armenía Aserbaídsjan Asía Fréttaskýringar Íran Rússland Tengdar fréttir Armenía syndir á móti straumnum Tímamótaþingkosningar fóru fram í Armeníu í byrjun mánaðar, þær fyrstu eftir stjórnarskrárbreytingar sem breyttu landinu í þingræðisríki. Í kosningaeftirliti á vegum ÖSE fékk blaðamaður tækifæri til að kynnast landi og þjóð. 22. apríl 2017 08:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
Armenía syndir á móti straumnum Tímamótaþingkosningar fóru fram í Armeníu í byrjun mánaðar, þær fyrstu eftir stjórnarskrárbreytingar sem breyttu landinu í þingræðisríki. Í kosningaeftirliti á vegum ÖSE fékk blaðamaður tækifæri til að kynnast landi og þjóð. 22. apríl 2017 08:00