Fær enn morðhótanir eftir að hún sakaði hæstaréttardómaraefni um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2018 15:20 Christine Blasey Ford sór eið um sannsögli þegar hún kom fyrir þingnefnd í september. Getty/Win McNamee Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07