Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
„Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39