Fær að vera í kringum NBA-stjörnurnar í Dallas Mavericks 14. nóvember 2018 14:30 Elfa Falsdóttir í leik mað Val. Vísir/Anton Körfuboltakonan Elfa Falsdóttir tók sér frí frá körfunni í vetur en er þess í stað að aðstoða NBA-þjálfarann Jenny Boucek í Dallas í Bandaríkjunum. Elfa er í viðtali í Víkurfréttum þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í vetur. Jenny Boucek hefur verið að hasla sér völl sem þjálfari í NBA-deildinni og er ein af fyrstu konunum sem komast svo langt á þjálfaraferlinum. Jenny Boucek varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 1998 en Elfa er frá Keflavík og móðir hennar og Jenny voru liðsfélagar hjá Keflavíkurliðinu. Jenny hefur í gegnum tíðina haldið góðu sambandi við fyrrum liðsfélaga sína í Keflavík. Jenny Boucek er einn af aðstoðarþjálfurum Dallas Mavericks liðsins og það þrátt fyrir að hún sé nýbúin að eignast barn. Hún fékk Elfu til sín til að aðstoða sig með barnið á meðan hún sinnir leikmönnum Dallas Mavericks. „Hún hringdi í mömmu í vor til þess að tilkynna henni að hún ætti von á barni og spurði í gríni hvort að mamma gæti nú ekki lánað henni eina stelpu til að hjálpa sér með barnið, þar sem við erum nú fjórar systurnar,“ segir Elfa í viðtalinu í Víkufréttum. Þær Elfa og Jenny hafa þekkst frá fæðingu Elfu. „Ég aðstoða hana mest megnis við litlu stelpuna hennar sem er einungis tíu vikna en svo hjálpa ég henni líka með alls konar daglega hluti. Hún segir við mig daglega að ég sé ekki bara einhver pössunarpía heldur er ég partur af fjölskyldunni og mér líður mjög vel hérna hjá þeim,“ segir Elfa. Hún hefur fengið að kynnast stjörnum Dallas Mavericks liðsins. „Það er tekið rosa strangt á því að það má enginn koma á æfingar hjá liðinu en þegar ég kom þá var allt liðið í Kína nema tveir leikmenn, þeir DeAndre Jordan og Harrison Barnes, sem voru meiddir. Jenny er með það í samningum sínum að hún ferðast ekki fyrstu sex mánuðina hjá barninu sínu svo hún var eftir í Dallas og þjálfaði þessa tvo leikmenn. Ég kom með á allar þær æfingar og fékk að kynnast þessum leikmönnum frekar vel. DeAndre hefur komið til Íslands og í hvert skipti sem ég hitti hann þá fer hann yfir það með mér hvað það er sem hann elskar við Ísland,“ segir Elfa. Elfa hefur hitt alla leikmenn liðsins og þeir hafa flestir komið og kynnt sig, hún segist ekki kunna við að trufla þá. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Körfuboltakonan Elfa Falsdóttir tók sér frí frá körfunni í vetur en er þess í stað að aðstoða NBA-þjálfarann Jenny Boucek í Dallas í Bandaríkjunum. Elfa er í viðtali í Víkurfréttum þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í vetur. Jenny Boucek hefur verið að hasla sér völl sem þjálfari í NBA-deildinni og er ein af fyrstu konunum sem komast svo langt á þjálfaraferlinum. Jenny Boucek varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 1998 en Elfa er frá Keflavík og móðir hennar og Jenny voru liðsfélagar hjá Keflavíkurliðinu. Jenny hefur í gegnum tíðina haldið góðu sambandi við fyrrum liðsfélaga sína í Keflavík. Jenny Boucek er einn af aðstoðarþjálfurum Dallas Mavericks liðsins og það þrátt fyrir að hún sé nýbúin að eignast barn. Hún fékk Elfu til sín til að aðstoða sig með barnið á meðan hún sinnir leikmönnum Dallas Mavericks. „Hún hringdi í mömmu í vor til þess að tilkynna henni að hún ætti von á barni og spurði í gríni hvort að mamma gæti nú ekki lánað henni eina stelpu til að hjálpa sér með barnið, þar sem við erum nú fjórar systurnar,“ segir Elfa í viðtalinu í Víkufréttum. Þær Elfa og Jenny hafa þekkst frá fæðingu Elfu. „Ég aðstoða hana mest megnis við litlu stelpuna hennar sem er einungis tíu vikna en svo hjálpa ég henni líka með alls konar daglega hluti. Hún segir við mig daglega að ég sé ekki bara einhver pössunarpía heldur er ég partur af fjölskyldunni og mér líður mjög vel hérna hjá þeim,“ segir Elfa. Hún hefur fengið að kynnast stjörnum Dallas Mavericks liðsins. „Það er tekið rosa strangt á því að það má enginn koma á æfingar hjá liðinu en þegar ég kom þá var allt liðið í Kína nema tveir leikmenn, þeir DeAndre Jordan og Harrison Barnes, sem voru meiddir. Jenny er með það í samningum sínum að hún ferðast ekki fyrstu sex mánuðina hjá barninu sínu svo hún var eftir í Dallas og þjálfaði þessa tvo leikmenn. Ég kom með á allar þær æfingar og fékk að kynnast þessum leikmönnum frekar vel. DeAndre hefur komið til Íslands og í hvert skipti sem ég hitti hann þá fer hann yfir það með mér hvað það er sem hann elskar við Ísland,“ segir Elfa. Elfa hefur hitt alla leikmenn liðsins og þeir hafa flestir komið og kynnt sig, hún segist ekki kunna við að trufla þá. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira