Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 12:36 Liberman á blaðamannafundi í morgun. AP/Ariel Schalit Avigdor Liberman hefur sagt af sér sem varnarmálaráðherra Ísrael og segir að réttast væri að kalla til nýrra kosninga. Liberman sagði af sér vegna vopnahlés sem Ísrael hefur gert við Hamas-samtökin sem samþykkt var í gær. Hann segir það hafa verið ranga ákvörðun og með því séu yfirvöld Ísrael að gefa eftir gegn hryðjuverkasamtökum. „Það sem við erum að gera er að kaupa frið og ró dýru verði án þess að vera með áætlun til lengri tíma til að draga úr árásum á okkur,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun.Vopnahléið var samþykkt með aðkomu yfirvalda Egyptalands eftir umfangsmiklar árásir á Gasa og í Ísrael síðustu daga. Liberman hefur að undanförnu kallað eftir því að gripið verði til aðgerða gegn Hamas og hefur hann jafnvel sagt að réttast væri að gera innrás á Gasa og koma Hamas-liðum frá völdum þar.Sjá einnig: Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á GasaBenjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, mun að öllum líkindum taka að sér skyldur varnarmálaráðherra um tíma þegar afsögn Liberman tekur gildi eftir tvo sólarhringa. Forsvarsmenn Hamas segja afsögn Liberman vera sigur fyrir Gasa. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa tekið undir ákall Liberman eftir kosningum. til stendur að kjósa í nóvember á næsta ári. Talsmaður Likut, flokks Netanyahu, segir óþarft að boða til kosninga að svo stöddu.Mörg hundruð sprengjum varpað á sólarhring Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Ísraelsmenn hafa haft Gasaströndina í herkví frá því að Hamas tók við völdum þar árið 2007. Farið er fram á að Hamas-liðar afvopnist en þeir hafa þvertekið fyrir það.Gengið fram hjá rústum fjölbýlishúss á Gasa.AP/Khalil HamraUndanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvínnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Talið er að sjö manns hafi fallið í Palestínu og þar af tveir borgarar. Einn maður dó í Ísrael og þrír særðust alvarlega þegar sprengja lenti á heimili þeirra. Hamas-liðar hættu svo árásum sínum í gærkvöldi og lýstu yfir vopnahléi. Eftir sjö tíma fund öryggisráðs Ísrael var ákveðið að samþykkja vopnahlé.Sagður hafa tekið einhliðla ákvörðun um samþykkt vopnahlés AP fréttaveitan segir íbúa í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael hafa mótmælt þeirri ákvörðun að samþykkja vopnahlé. Sderot varð fyrir fjölmörgum eldflaugum og sprengjum Hamas á síðustu dögum og vilja mótmælendur að yfirvöld Ísrael taki hörðum höndum á Hamas vegna árásanna. Netanyahu hefur þó kynnt samþykkt vopnahlésins sem samróma ákvörðun öryggisráðs Ísrael og segir hana hafa verið byggða á ráðleggingum hersins. Liberman og aðrir ráðherra sem þykja harðlínumenn hafa þó gagnrýnt vopnahléið opinberlega.Heimildir fjölmiðla í Ísrael herma að Netanyahu hafi einni tekið ákvörðun um að samþykkja vopnahlé, þrátt fyrir að minnst fjórir aðrir meðlimir öryggisráðsins væru mótfallnir því, og að forsætisráðherrann hafi tekið þá ákvörðun án þess að láta ráðið greiða atkvæði um hana.Netanyahu greip til varna í gær og sagðist hafa aðgang að upplýsingum sem gæfu honum betri yfirsýn en öðrum. „Óvinir okkar grátbiðu um vopnahlé og þeir vita vel af hverju. Ég get ekki deilt framtíðarætlunum okkar. Við munum ákveða tíma og vettvang sem er réttur fyrir Ísrael og öryggi íbúa okkar,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Avigdor Liberman hefur sagt af sér sem varnarmálaráðherra Ísrael og segir að réttast væri að kalla til nýrra kosninga. Liberman sagði af sér vegna vopnahlés sem Ísrael hefur gert við Hamas-samtökin sem samþykkt var í gær. Hann segir það hafa verið ranga ákvörðun og með því séu yfirvöld Ísrael að gefa eftir gegn hryðjuverkasamtökum. „Það sem við erum að gera er að kaupa frið og ró dýru verði án þess að vera með áætlun til lengri tíma til að draga úr árásum á okkur,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun.Vopnahléið var samþykkt með aðkomu yfirvalda Egyptalands eftir umfangsmiklar árásir á Gasa og í Ísrael síðustu daga. Liberman hefur að undanförnu kallað eftir því að gripið verði til aðgerða gegn Hamas og hefur hann jafnvel sagt að réttast væri að gera innrás á Gasa og koma Hamas-liðum frá völdum þar.Sjá einnig: Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á GasaBenjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, mun að öllum líkindum taka að sér skyldur varnarmálaráðherra um tíma þegar afsögn Liberman tekur gildi eftir tvo sólarhringa. Forsvarsmenn Hamas segja afsögn Liberman vera sigur fyrir Gasa. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa tekið undir ákall Liberman eftir kosningum. til stendur að kjósa í nóvember á næsta ári. Talsmaður Likut, flokks Netanyahu, segir óþarft að boða til kosninga að svo stöddu.Mörg hundruð sprengjum varpað á sólarhring Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Ísraelsmenn hafa haft Gasaströndina í herkví frá því að Hamas tók við völdum þar árið 2007. Farið er fram á að Hamas-liðar afvopnist en þeir hafa þvertekið fyrir það.Gengið fram hjá rústum fjölbýlishúss á Gasa.AP/Khalil HamraUndanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvínnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Talið er að sjö manns hafi fallið í Palestínu og þar af tveir borgarar. Einn maður dó í Ísrael og þrír særðust alvarlega þegar sprengja lenti á heimili þeirra. Hamas-liðar hættu svo árásum sínum í gærkvöldi og lýstu yfir vopnahléi. Eftir sjö tíma fund öryggisráðs Ísrael var ákveðið að samþykkja vopnahlé.Sagður hafa tekið einhliðla ákvörðun um samþykkt vopnahlés AP fréttaveitan segir íbúa í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael hafa mótmælt þeirri ákvörðun að samþykkja vopnahlé. Sderot varð fyrir fjölmörgum eldflaugum og sprengjum Hamas á síðustu dögum og vilja mótmælendur að yfirvöld Ísrael taki hörðum höndum á Hamas vegna árásanna. Netanyahu hefur þó kynnt samþykkt vopnahlésins sem samróma ákvörðun öryggisráðs Ísrael og segir hana hafa verið byggða á ráðleggingum hersins. Liberman og aðrir ráðherra sem þykja harðlínumenn hafa þó gagnrýnt vopnahléið opinberlega.Heimildir fjölmiðla í Ísrael herma að Netanyahu hafi einni tekið ákvörðun um að samþykkja vopnahlé, þrátt fyrir að minnst fjórir aðrir meðlimir öryggisráðsins væru mótfallnir því, og að forsætisráðherrann hafi tekið þá ákvörðun án þess að láta ráðið greiða atkvæði um hana.Netanyahu greip til varna í gær og sagðist hafa aðgang að upplýsingum sem gæfu honum betri yfirsýn en öðrum. „Óvinir okkar grátbiðu um vopnahlé og þeir vita vel af hverju. Ég get ekki deilt framtíðarætlunum okkar. Við munum ákveða tíma og vettvang sem er réttur fyrir Ísrael og öryggi íbúa okkar,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira