Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 20:08 Verk Banksy var í öndvegi á borgarstjóraskrifstofunni í tíð Jóns. fbl/gva Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Sjá meira
Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Sjá meira
Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09