Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 20:08 Verk Banksy var í öndvegi á borgarstjóraskrifstofunni í tíð Jóns. fbl/gva Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09