Erlent

Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu.
Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu. Vísir/EPA
Ríkissaksóknari Sádi-Arabíu fer fram á dauðarefsingu yfir fimm mönnum sem ákærðir eru fyrir morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. Þar kom einnig fram að morðingjar Khashoggi hefðu hrint áætlunum sínum um morðið í framkvæmd þann 29. september síðastliðinn, þremur dögum áður en hann var að endingu myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Ellefu eru ákærðir fyrir aðild að morðinu og 21 er í varðhaldi vegna málsins.

Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda.


Tengdar fréttir

Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi

Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×