Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Ásta Kristín Andrésdóttir fer með mál sitt fyrir Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. Skaðabótanna krafðist Ásta eftir að hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hæstiréttur telur dóm um mál hennar geta haft fordæmisgildi þar sem ekki hefur áður reynt á það bótaákvæði sakamálalaga sem hún reisir kröfu sína á við þær aðstæður sem uppi eru í máli hennar. Bótakröfuna reisir Ásta meðal annars á því að starfsmenn ríkisins hafi gert mistök við upphaf rannsóknar á andláti sjúklings Ástu, sem leitt hafi til þess að Ásta tók á sig ábyrgðina á andláti sjúklingsins að ósekju. Lagaákvæðið sem Hæstiréttur telur ekki hafa reynt á í sambærilegum aðstæðum og í máli Ástu fjallar um bótarétt þess sem orðið hefur fyrir ólögmætum aðgerðum lögreglu við rannsókn máls og í kjölfarið verið borinn sökum um refsiverða háttsemi en sýknaður af þeim sakargiftum í endanlegum dómi. Í rökstuðningi sínum vísar Hæstiréttur til þess að ekki hafi áður reynt á hvort dómar sem féllu áður en ný lög um meðferð sakamála tóku gildi geti enn haft fordæmisgildi. Hæstiréttur fellst á að afstaða dómsins til þess og niðurstaða um skilyrði réttar til skaðabóta og hugsanlega meðábyrgð Ástu sjálfrar geti haft almennt gildi og þar af leiðandi séu efni til að verða við beiðni hennar um áfrýjun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. Skaðabótanna krafðist Ásta eftir að hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hæstiréttur telur dóm um mál hennar geta haft fordæmisgildi þar sem ekki hefur áður reynt á það bótaákvæði sakamálalaga sem hún reisir kröfu sína á við þær aðstæður sem uppi eru í máli hennar. Bótakröfuna reisir Ásta meðal annars á því að starfsmenn ríkisins hafi gert mistök við upphaf rannsóknar á andláti sjúklings Ástu, sem leitt hafi til þess að Ásta tók á sig ábyrgðina á andláti sjúklingsins að ósekju. Lagaákvæðið sem Hæstiréttur telur ekki hafa reynt á í sambærilegum aðstæðum og í máli Ástu fjallar um bótarétt þess sem orðið hefur fyrir ólögmætum aðgerðum lögreglu við rannsókn máls og í kjölfarið verið borinn sökum um refsiverða háttsemi en sýknaður af þeim sakargiftum í endanlegum dómi. Í rökstuðningi sínum vísar Hæstiréttur til þess að ekki hafi áður reynt á hvort dómar sem féllu áður en ný lög um meðferð sakamála tóku gildi geti enn haft fordæmisgildi. Hæstiréttur fellst á að afstaða dómsins til þess og niðurstaða um skilyrði réttar til skaðabóta og hugsanlega meðábyrgð Ástu sjálfrar geti haft almennt gildi og þar af leiðandi séu efni til að verða við beiðni hennar um áfrýjun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira