Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“ Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira