Kvika banki að kaupa GAMMA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 09:39 Kvika banki var skráður á markað í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/GVA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. Þar segir að fyrirhuguð viðskipti séu háð ýmsum skilyrðum, til að mynda niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar Kviku banka. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Með breyttu eignarhaldi munu myndast enn frekari tækifæri í starfsemi GAMMA en félagið verður rekið áfram undir nafni GAMMA sem sjálfstætt dótturfélag Kviku banka. Markmið Kviku banka með kaupunum er að styrkja bankann enn frekar á sviði eigna- og sjóðastýringar og erlendrar starfsemi,“ segir í tilkynningunni. GAMMA er sjóðstýringarfélag og fagnaði nýverið tíu ára afmæli. Sjóðir félagsins eru á meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði. Þá fjárfesta þeir einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem GAMMA hóf nýverið rekstur sjóða utan um erlendar fjárfestingar. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Eigið fé GAMMA í árslok 2017 var 2.054 milljónir króna en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljónir króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. Eignir í stýringu hjá GAMMA námu 138 milljörðum króna í árslok 2017. Kvika banki leggur áherslu á fjárfestingabankastarfsemi og er með sterka stöðu í eigna- og sjóðastýringu. Bankinn er einnig með öfluga starfsemi í markaðsviðskiptum, fyrirtækjaráðgjöf, sérhæfðri lánastarfsemi og einkabankaþjónustu. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku banka og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna gangi kaupin á GAMMA eftir. Viljayfirlýsing aðila kveður á um að kaupverð fyrir allt útistandandi hlutafé GAMMA nemi 3.750 milljónum króna, m.v. stöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem eftir á að tekjufæra. Jafnframt kaupa núverandi hluthafar GAMMA tilteknar eignir af félaginu. Kaupverðið á GAMMA getur tekið breytingum til hækkunar og lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti eigna GAMMA þróast á næstu misserum. Kaupverðið samanstendur af reiðufé og hlutabréfum í Kviku banka, með eftirfarandi hætti: (i) Reiðufé að fjárhæð 1.057 milljónir króna sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengd greiðsla, sem metin er á um 1.443 milljónir króna m.v. stöðu GAMMA í árslok 2017. (ii) Hlutafé í Kviku banka að nafnvirði 56.124.133 hluta sem greiðist við frágang viðskipta og árangurstengd greiðsla sem getur numið allt að 108.946.847 hlutum að nafnvirði,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. Þar segir að fyrirhuguð viðskipti séu háð ýmsum skilyrðum, til að mynda niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar Kviku banka. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Með breyttu eignarhaldi munu myndast enn frekari tækifæri í starfsemi GAMMA en félagið verður rekið áfram undir nafni GAMMA sem sjálfstætt dótturfélag Kviku banka. Markmið Kviku banka með kaupunum er að styrkja bankann enn frekar á sviði eigna- og sjóðastýringar og erlendrar starfsemi,“ segir í tilkynningunni. GAMMA er sjóðstýringarfélag og fagnaði nýverið tíu ára afmæli. Sjóðir félagsins eru á meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði. Þá fjárfesta þeir einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem GAMMA hóf nýverið rekstur sjóða utan um erlendar fjárfestingar. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Eigið fé GAMMA í árslok 2017 var 2.054 milljónir króna en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljónir króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. Eignir í stýringu hjá GAMMA námu 138 milljörðum króna í árslok 2017. Kvika banki leggur áherslu á fjárfestingabankastarfsemi og er með sterka stöðu í eigna- og sjóðastýringu. Bankinn er einnig með öfluga starfsemi í markaðsviðskiptum, fyrirtækjaráðgjöf, sérhæfðri lánastarfsemi og einkabankaþjónustu. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku banka og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna gangi kaupin á GAMMA eftir. Viljayfirlýsing aðila kveður á um að kaupverð fyrir allt útistandandi hlutafé GAMMA nemi 3.750 milljónum króna, m.v. stöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem eftir á að tekjufæra. Jafnframt kaupa núverandi hluthafar GAMMA tilteknar eignir af félaginu. Kaupverðið á GAMMA getur tekið breytingum til hækkunar og lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti eigna GAMMA þróast á næstu misserum. Kaupverðið samanstendur af reiðufé og hlutabréfum í Kviku banka, með eftirfarandi hætti: (i) Reiðufé að fjárhæð 1.057 milljónir króna sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengd greiðsla, sem metin er á um 1.443 milljónir króna m.v. stöðu GAMMA í árslok 2017. (ii) Hlutafé í Kviku banka að nafnvirði 56.124.133 hluta sem greiðist við frágang viðskipta og árangurstengd greiðsla sem getur numið allt að 108.946.847 hlutum að nafnvirði,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira